is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9625

Titill: 
 • Á tímamótum : tengsl leik- og grunnskóla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um tengsl leik- og grunnskóla. Gerð er grein fyrir ákvæðum í lögum og reglugerðum um tengsl skólastiganna og fjallað um rannsóknir á samstarfi milli skólastiganna. Þá greini ég frá niðurstöðum rannsóknar á hvernig staðið er að samstarfi milli leik- og grunnskólastigsins í Krikaskóla í Mosfellsbæ, Grunnskóla Vestmannaeyja og leikskólanum Kirkjugerði í Vestmannaeyjum.
  Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi um tengsl leik- og grunnskóla en Jóhanna Einarsdóttir hefur verið frumkvöðull rannsókna á þessu sviði. Fram kemur í þeim rannsóknum sem fjallað er um að samvinna milli skólastiga er mikilvæg og hefur áhrif á nám og líðan barna í skólanum. Börn þurfa að þekkja skólahúsnæðið og umhverfi hans og það á ekkert að koma þeim á óvart þegar þau hefja 1. bekk. Það sem þarf líka að huga að er nánasta umhverfi barnsins og samskipti milli heimilis og skóla og leik- og grunnskólakennara.
  Ritgerðin var unnin á tímabilinu janúar til maí 2011. Ég sendi spurningar í tölvupósti til skólastjóra beggja skólanna og fór einnig í heimsókn í skólana þar sem við ræddum spurningarnar. Kennarar grunnskólans í Vestmannaeyjum og leikskólastjóri Kirkjugerðis fengu spurningar í tölvupósti sem þeir svöruðu og sendu til baka.
  Helstu niðurstöður úr rannsókninni voru að tengsl leik- og grunnskóla hafa að einhverju leyti aukist eftir að elsta leikskóladeildin flutti í sama húsnæði og grunnskólinn.

Samþykkt: 
 • 29.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9625


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Á tímamótum...pdf366.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna