is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/963

Titill: 
 • Áfallahjálp með börnum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.- prófs við Háskólann á Akureyri vormisserið 2004. Tilgangurinn er að skoða hvernig æskilegt er að unnið sé með börnum sem lenda í áfalli svo og hvernig leikskólar geta unnið með börnum í gegnum sorgina.
  Ég byrja á því að segja almennt frá áfallahjálp og sögu hennar á Íslandi í stuttu máli, hugtökin áfall og áfallastreita eru útskýrð. Einkenni barna sem hafa lent í áfalli eru tilgreind og bent á nokkur atriði sem leikskólakennarar þurfa að vera vakandi fyrir hjá börnum. Þá segi ég frá því hverjir veiti áfallahjálp í leikskólum og hvaða menntun þarf til þess. Úrvinnsla með börnum er skoðuð og sagt frá nokkrum leiðum til að nýta við hana. Þá fjalla ég um sorgarferlið einkenni á því, andleg og líkamleg, og flétta það saman við tilfinningatengsl barna. Meðferðarúrræði eins og listmeðferð, leikur, samræður og lestur bóka eru kynnt. Síðasti hlutinn af ritgerðinni fjallar síðan um aðferðir sem leikskólar geta nýtt sér til að vinna með börnum þegar þau syrgja. Hvað eiga þeir að gera og hvernig er best að vinna með börnum sem hafa lent í áfalli.
  Helstu niðurstöður mínar eru að stórbæta má kennslu í sálargæslu í leikskólakennaranáminu til að leikskólakennarar séu tilbúnir til að vinna úr sorgarviðbrögðum hjá börnum ef þurfa þykir. Einnig er nauðsynlegt fyrir leikskóla að koma á fót áfallaráði sem hefur umsjón með úrvinnslu ef til þess kemur.
  Það er mikilvægt að byrja snemma á því að ná tökum á lífinu og þegar jafnvægi hefur skapast verður auðveldara að tjá sig um atburði og líðan. Þegar börn eru farin að geta tjáð sig um líðan með orðum er mjög mikilvægt að þau fái frelsi til að tjá sig óhindrað. Þá er gott að vera góður hlustandi og geta gefið skýr og greinagóð svör. Þetta er það sem ég tel áfallahjálp inn í leikskólum snúast um. Að vera til staðar á þeirra forsendum og hlusta og svara þeim spurningum sem þau spyrja.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
afallahj.pdf440.46 kBTakmarkaðurÁfallahjálp með börnum - heildPDF
afallahj-e.pdf59.45 kBOpinnÁfallahjálp með börnum - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
afallahj-h.pdf108.07 kBOpinnÁfallahjálp með börnum - heimildaskráPDFSkoða/Opna
afallahj-u.pdf68.08 kBOpinnÁfallahjálp með börnum - útdrátturPDFSkoða/Opna