is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9635

Titill: 
  • Trúarbrögð og menning - frá þekkingu til umburðarlyndis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi er hluti af lokaverkefni til fullnaðar B.ed gráðu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í henni er gerð grein fyrir vali á viðfangsefni kennslubókarinnar sem er annar hluti verkefnisins. Í bókinni er lagður grunnur að hugtakaskilningi sem lítur að trúarbrögðum og menningu. Rannsóknarspurningin er eftirfarandi: Er fjölmenningartengd trúarbragðafræðikennsla þar sem höfuðáhersla er lögð á samræðuna í kennslustofunni líkleg til þess að auka umburðarlyndi nemenda í garð ólíkra menningarhópa? Í greinargerðinni er hugtökum eins og umburðarlyndi, fjölmenningu, menningu, menningarlæsi, trúarbrögðum og mannréttindum gerð skil ásamt því að skoða hvað liggur til grundvallar kennslu í trúarbragðafræði samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og Grunnskólalögum. Einnig er fjallað um kennslufræðilega nálgun og umræðu innan Evrópu um stöðu trúarbragðakennslu í skólum. Meginmarkmið með verkinu er að sýna fram á þörf fyrir fjölbreyttar nálganir í kennslu trúarbragðafræða, með fjölmenningarumræðuna að leiðarljósi. Horft er til gagnsemi samræðu í skólastofunni í þeirri viðleitni að auka umburðarlyndi og skilning nemenda á trúar og lífsskoðunum samferðafólks. Einnig að ljá nemendum í hendur tæki til þess að verða virkir þátttakendur í lýðræðis- og fjölmenningarþjóðfélagi á tímum hnattvæðingar.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9635


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bókin skemma.pdf1.74 MBOpinnPDFSkoða/Opna
greinargerð skemma.pdf394.49 kBOpinnPDFSkoða/Opna