Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9636
Í ritgerðinni er fjallað um ferlið sem fylgir því þegar grunur leikur á að grunnskólanemandi þurfi á sérkennslu að halda og hvar umsjónarkennari kemur inn í það. Sóst er eftir því að finna upplýsingar um þætti eins og til hvers er ætlast af kennaranum og hvar hann getur fengið stuðning í tengslum við vinnu sína. Komið er inná almennu hliðina sem tengist málefni sem þessu og er einnig farið ofan í það hvernig unnið er að málefni sem þessu í Árborg í tengslum við sérdeildina Setrið á Selfossi. Upplýsinga var aflað í gegnum skriflegar heimildir ásamt því að rætt var við starfsmenn í Árborg sem tengjast viðfangsefninu. Við athugun á þessu virðist stuðningur við þessa nemendur vera mikill og er kennarinn alls ekki einn í stafi sínu. Ætlast er til að hann sjái um marga þætti og hann hefur að mörgu að hyggja. Segja má að svo lengi sem allir eru tilbúnir til þess að starfa saman þá gengur ferlið og allt sem að því kemur í máli sem þessu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerðin 2011.pdf | 1.69 MB | Lokaður | Heildartexti |