Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/964
Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Meginmarkmið verksins var að öðlast
vitneskju og betri þekkingar á
námsörðugleikum. Margir nemendur glíma við örðugleika í námi á skólagöngu sinni.
Í þessu verki er fjallað um námsörðugleika en þeir geta verið margvíslegir. Má þar
nefna ofvirkni, athyglisbrest, einhverfu, hegðunarörðugleika og þroskahömlun.
Bráðger börn og nemendur í áhættuhóp geta einnig fallið undir þá skilgreiningu að
vera með námsörðugleika. Erfiðleikar þessir verða skoðaðir með tilliti til einkenna,
orsaka og tíðni.
Það er skylda grunnskóla að mennta nemendur sína á árangursríkan hátt og
skapa nemendum námsaðstæður sem henta hverjum og einum. Til að svo megi vera
verður kennarinn að þekkja nemendur sína vel, þarfir þeirra og eiginleika. Kennarinn
þarf að vera vel undirbúinn fyrir kennslu og þekkja vel til þeirra örðugleika sem geta
mætt honum. Því hefur hér einnig verið valið að fjalla um úrræði sem kennarar geta
beitt við kennslu nemenda með námsörðugleika. Einstaklingsnámsskrá sem löguð er
að námsþörfum einstakra nemenda og unnin er í samráði við foreldra er ein leið til að
auðvelda bæði nemendum og kennurum nám og kennslu.
Niðurstaða þessarar vinnu er sú að einkenni námsörðugleika eru margvísleg og
misjöfn og ekki alltaf auðsjáanleg þ.e. oftar en ekki eru einkennin hulin sjónum okkar.
Það þýðir að kennari þarf að vera mjög vel upplýstur um þessa örðugleika til að koma
bæði augum á þá og mæta þörfum nemenda sem skyldi. Námsörðugleikar eru
algengari en við gerðum okkur grein fyrir og verða kennarar að geta tekið við
nemendum með námsörðugleika og mætt þörfum þeirra á réttan hátt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bruumbil.pdf | 306,91 kB | Takmarkaður | Brúum bilið - heild | ||
bruumbil-e.pdf | 10,94 kB | Opinn | Brúum bilið - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
bruumbil-h.pdf | 17,15 kB | Opinn | Brúum bilið - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
bruumbil-u.pdf | 13,12 kB | Opinn | Brúum bilið - útdráttur | Skoða/Opna |