en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9641

Title: 
  • Title is in Icelandic Heilabrot
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Heilabrot er yfirskrift verkefnis okkar sem er námsspil fyrir nemendur í 10.bekk. Verkefnið samanstendur af greinagerð og námsspili sem hægt er að nota í stærðfræðikennslu. Í greinagerðinni verða gerð skil á námskenningum sem við aðhyllumst, en kenningarnar byggja á hugmyndum um nám sem tileinkun eða nám sem þátttaka. Markmið stærðfræðináms sem koma fram í Aðalnámskrá grunnskóla verða skoðuð í samhengi við áherslur okkar við gerð spilsins. Mikilvægt er að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir til að ná til sem flestra nemenda. Þannig er hægt að kveikja áhuga nemenda á stærðfræði með ólíkum hætti. Að lokum verður fjallað um hugmyndavinnu okkar fyrir spilið.
    Markmið spilsins er að nemendur fái tækifæri til að glíma við stærðfræðileg viðfangsefni sem þeir læra í grunnskóla með öðrum hætti en hefðbundinni kennslu. Þannig ættu nemendur að fá annað sjónarhorn á greinina sjálfa og aðra nálgun að lausnum þar sem þeir öðlast betri skilning á viðfangsefninu. Spilið þjálfar nemendur einnig í félagsfærni, en nemendur þurfa að reiða sig á samvinnu þar sem ólík sjónarmið geta komið fram. Nemendur vinna að því að ná lokamarkmiðum Aðalnámskrár grunnskóla – stærðfræði (2007). Áherslur okkar með spilinu er að nemendur geti skemmt sér við að reikna stærðfræði og styrkt fyrri þekkingu.

Accepted: 
  • Jun 29, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9641


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
HEILABROT.pdf8.44 MBLockedHeildartextiPDF