Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9646
Námsaðferðir sem vekja áhuga nemenda á námi, auka félagsleg tengsl þeirra og skila bættum námsárangri ættu að vera kennurum og skólastjórnendum hvatning. Þar sem skólinn er einn af sterkustu áhrifavöldum í mótun hvers nemanda er nauðsynlegt að hann stuðli að heilbrigðum lífstíl og hreyfingu. Það er áhyggjuefni að heilsufarsvandamál sem tengjast lifnaðarháttum ungs fólks fari vaxandi á Vesturlöndum.
Þetta verkefni er vettvangsrannsókn þar sem viðfangsefnið er hjólreiðaferðir í Rangárþingi og þær skoðaðar í fræðilegu samhengi. Tilgangur verkefnisins var að útbúa námstengdar hjólreiðaferðir um Rangárþing fyrir 7. – 10. bekk Grunnskólans á Hellu. Markmið hjólreiðaferðanna er að auka fjölbreytni í faglegum kennsluháttum skólans, auka áhuga nemenda á náminu og kynna fyrir þeim þá fjölmörgu möguleika sem útivist hefur til hreyfingar ásamt því að efla félagsleg samskipti nemenda. Þannig er það von mín að ferðirnar kveiki áhuga nemenda á námsefninu og að þeir taki síðar á lífsleiðinni upp þann lífsstíl sem útivist hefur í för með sér.
Í ritgerðinni er fjallað á fræðilegan hátt um heilsu barna og unglinga, hvernig ofþyngd og offita barna og unglinga er orðið að vaxandi heilsufarsvandamáli og hvaða ávinningur er af líkamlegri hreyfingu fyrir líkama og sál. Einnig er rætt um þau áhrif sem útivist hefur á nám. Að síðustu er greint frá hjólreiðaferð sem höfundur fór í með nemendum 8. bekkjar Grunnskólans á Hellu ásamt niðurstöðum könnunar á viðhorfum þeirra til hjólaferða sem gerð var í kjölfarið.
Niðurstöður verkefnisins eru í stuttu máli þær að hægt er að útbúa skemmtilegar og fjölbreytilegar hjólreiðaferðir um Rangárþing og tengja þær við námsmarkmið aðalnámskrár grunnskóla. Þær sýna einnig að félags- og námslegur ávinningur er fyrir nemendur að fara í slíkar ferðir. Það gefur því auga leið að hjólreiðaferðir eiga fullan rétt á því að vera í umræðunni þegar útivistarstefna grunnskóla er mótuð.
Study methods that make students more interested in studying, enhance their social skills and give better academic results should be of interest to teachers and principals. Seeing that school is one of the major influencial factors in each student‘s life, it must encourage its students to adopt a healthy lifestyle and lots of exercise. It‘s a cause for concern that health problems related to young people‘s way of life are increasing in the western world.
This thesis is a field study on cycling trips in Rangárþing and the theoretical aspect of them. The main purpose of the study was to establish study related cycling trips for the students of grades 7 – 10 at the school Grunnskólinn Hellu. The cycling trips‘ main goals are to yield more variation in the school‘s professional teaching methods, increase students‘ interest in their studies, introduce them to the many possibilities that outdoor activities offer and increase students‘ social skills. By presenting them with these cycling trips, I hope to make them interested in a healthy outdoor lifestyle which will be their way of life in the future.
The thesis discusses, in a theoretical way, the health of children and teenagers, how obesity has become a common health problem among them and what body and soul can gain from regular exercise. Outdoor life and its impact on study progress is also discussed. A cycling trip that the author organised and took part in, along with the students of 8th grade at Grunnskólinn Hellu, is reported in the thesis together with the results of a survey of the students‘ attitude towards cycling trips which they answered after the trip.
The result of the study show that interesting and diverse cycling trips in Rangárþing can be prepared and they can be related to/connected with the objectives of the curriculum guide for elementary schools. Cycling trips should, therefore, be included in the outdoor policy of every elementary school.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þorsteinn Darri Sigurgeirsson 2008795039 - Lokaverkefni til M.ed gráðu.pdf | 941.82 kB | Opinn | Skoða/Opna |