Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9654
Í greininni er fjallað um seðlabankahlutverk Landsbanka Íslands fram til 1961 þegar Seðlabanki Íslands varð að sjálfstæðri stofnun. Landsbankinn hafði annast seðlaútgáfu frá 1924 og verið skilgreindur sem seðlabanki að lögum frá 1927, en þar sem lögin gengu út frá föstu gullgengi og gullinnlausn krónunnar, sem aldrei varð að veruleika, var það reynslan fremur en lögin sem mótaði seðlabankahlutverk Landsbankans í raun. Seðlabankinn var sérstök deild Landsbankans, fjárhagslega aðskilin frá 1930 (þó hún annaðist fyrst um sinn stóran hluta af viðskiptabankastarfseminni líka) og undir sérstakri stjórn frá 1957, en það var stærsta skrefið í átt til sjálfstæðs seðlabanka. Meðal annars er rætt um afskiptaleysi Landsbankans af falli Íslandsbanka 1930; aðkomu hans að innflutnings- og gjaldeyrishöftum frá því í himskreppunni; og takmörkuð áhrif hans á vaxtamyndun (hann hafði enga sveigjanlega stýri vexti þótt hann endurkeypti afurðavíxla af bönkunum eftir föstum reglum) þar til hann fékk það hlutverk 1960 að ákvarða inn- og útlánsvexti, jafnframt því sem hann lagði í fyrsta skipti bindiskyldu á bankana. Í þessu fólst fyrsta ákvörð unarvald seðlabankans um peningamál. Áður var þó stjórn seðlabankans, bæði sérstök stjórn hans frá 1957 og enn áður stjórn Lands bankans sem seðlabanka, farin að setja fram sjálfstæð sjónarmið í peninga málum, jafnvel í andstöðu við ríkjandi stjórnarstefnu. Skattfrelsi sparifjár 1954 var t.d. málamiðlun þar sem ríkisstjórnin kom til móts við sjónarmið bankans.
The author surveys the central banking functions progressively assumed by the National Bank of Iceland (Landsbanki Íslands) prior to the establishment in 1961 of the separate Icelandic Central Bank (Seðlabanki Íslands). The NBI took over the issuance of banknotes in 1924; its central banking functions were defined by law (unrealistically, as the law foresaw a functioning gold standard which never was put into practice) in 1927; its central banking section became financially separate in 1930; it was put under separate administration by law in 1957, and given the right, first exercised in
1960 onwards, to
determine interest rates and reserve requirement in commercial banking.
Among the particular points under discussion are NBI´s responsi bility for other banks (none whatsoever when the country´s second bank failed in 1930); its involvement, from the early 1930s onward, in a regime of currency controls; its control of interest rates (limited and largely by persuasion as its rediscount rate was not an instrument of monetary policy); and its increasing willingness to state its own its monetary policy, even in opposition to the policy pursued by national government.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
a.2011.7.1.3.pdf | 400.95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |