is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9658

Titill: 
 • Glöggt er gests augað, eða hvað?
Útgáfa: 
 • Júní 2011
Útdráttur: 
 • Ímynd er yfirgripsmikið hugtak sem getur haft mismunandi merkingu eftir stað og stund. Fyrstu skilaboðin sem lönd senda frá sér eru oft í gegnum þá ímynd sem landið hefur sem ferðamannastaður. Sú ímynd getur haft áhrif á hvernig utanaðkomandi aðilar sjá og meta landið á öðrum sviðum og þannig haft áhrif á heildaruppbyggingu ímyndarinnar. Ímynd áfangastaða hjálpar einnig til við að skapa óskir og/eða langanir ferðamanna og getur haft áhrif á velgengi staðarins þar sem ferðamenn eru líklegri til þess að velja áfangastað sem talinn er hafa jákvæðari ímynd. Erfitt getur verið að mæla ímynd þar sem hún er huglæg en talsvert hefur þó verið skrifað um mikilvægi þess að hún sé mæld.
  Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að rannsaka hver ímynd Íslands sé í augum erlendra ferðamanna og bera þá niðurstöðu saman við fyrri sambærilegar rannsóknir sem og skynjun Íslendinga sjálfra á henni. Lagðir voru fyrir spurningalistar og eru niðurstöðurnar settar fram með aðferðafræði vörukorta.
  Helstu niðurstöður eru þær að á heildina litið er ímynd Íslands talin vera sterk og skýr og í samræmi við þær rannsóknir sem borið er saman við. Náttúrufegurð og landslag eru mjög skýrt tengd við ímynd landsins og auk þess að vera talinn öruggur og vingjarnlegur staður eru þar taldir möguleikar á að lenda í ævintýrum. Ímyndin er á margan hátt svipuð hjá báðum hópum en í nokkrum atriðum er munur. Almennt er ímyndin sterkari meðal ferðamanna en Íslendinga sjálfra. Nauðsynlegt er þó að gera á þessu þann fyrirvara að úrtakið meðal Íslendinga er þægindaúrtak þar sem stór hluti svarenda eru háskólanemar. Það vekur eftir sem áður vissa athygli hve niðurstöður eru svip aðar.

 • Útdráttur er á ensku

  Image is a comprehensive concept and can have different meaning depending on circumstances. The first messages that a country transmits is often through the image it has as a tourist destination. That image can influence how outside parties see and evaluate the country in other areas and thereby affect the building of its image in general. The image of a destination also helps create desires and/or wants among tourists and can affect the destination´s attractiveness since tourists are more likely to choose destinations that are thought to have a more positive image. Image is a subjective concept and its measurement can therefore be difficult. At the same time a number of athors have been writing about the importance of measuring it.
  The main objective of this research is to study the image of Iceland in the eyes of foreign tourists and compare the findings to earlier research as well as the perception of Icelanders themselves. Questionnaires were used and the findings are presented with the aid of perceptual maps.
  The main findings are, that on the whole, the image of Iceland is thought to be strong and distinctive and in accordance with earlier research. Natural beauty and landscape are very strongly related to the image and in addition to being considered a safe and friendly place to visit it is thought possible to experience adventures. Both groups hold similar images of Iceland but there are some differences. In general the image is stronger among tourists than Icelanders themselves. In this respect it is necessary to realize that the sample among the Icelanders was a convenience sample since a large part of it was university students. It still is interesting how similar the findings are.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Samþykkt: 
 • 29.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9658


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2011.7.1.7.pdf600.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna