is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9659

Titill: 
 • Samkeppnishæfni íslenska kvikmyndaiðnaðarins
Útgáfa: 
 • Júní 2005
Útdráttur: 
 • Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi stendur á tímamótum. Mikill niðurskurður á fjárframlögum hins opinbera til kvikmyndasjóða mun leiða til þess að færri kvikmyndaverk (t.d. kvikmyndir og sjónvarpsþættir) verði framleidd og starfsfólki fækki í greininni. Þetta mun draga umtalsvert úr vexti og hamla framþróun atvinnugreinarinnar. Heildartekjur kvikmyndaiðnaðarins af innlendum og erlendum kvikmyndaverkefnum sl. áratug eru áætlaðar um 9 milljarðar króna. Tilgangur rannsóknar höfunda er að greina samkeppnishæfni kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi og að hve miklu leyti hún er byggð á klasasamstarfi. Aðferðafræði rannsóknarinnar fólst í eigindlegum opnum viðtölum við lykilstjórnendur í atvinnugreininni. Kvikmyndaiðnaðurinn er að hluta til samkeppnishæfur. Styrkleiki hans er m.a. hversu einfalt og skilvirkt endurgreiðslukerfi ríkisins til kvikmyndaverkefna er í framkvæmd. Aðrir styrkleikar eru stórbrotin náttúra og auðvelt aðgengi að ólíkum tökustöðum. Góðir innviðir, lítið skrifræði og vinnusamt og hæft vinnuafl hafa jákvæð áhrif á samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Veikleikarnir eru hins vegar að lítil klasamyndun hefur átt sér stað innan greinarinnar, ásamt því að lítil vitund er um samlegðaráhrif sem geta eflt greinina. Heimamarkaðurinn er of lítill og miklar sveiflur í eftirspurn hafa torveldað vöxt greinarinnar. Endurgreiðsluhlutfall ríkisins þarf að hækka úr 20% í 25-30% til að atvinnugreinin geti talist fyllilega samkeppnishæf alþjóðlega. Almenn efnahagsskilyrði hafa dregið úr samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar, s.s. óstöðugur gjaldmiðill og gjaldeyrishöft þó lægra gengi hafi styrkt hana. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa hagnýtt gildi bæði fyrir atvinnugreinina og stjórnvöld.

 • Útdráttur er á ensku

  The Icelandic film industry is at a crossroad at the moment. Heavy cut backs in government funding will lead to a lower number of films and TV programs being produced and fewer people being employed by the industry. This will lead to less growth and will limit progress. Last decade domestic and foreign revenues of the Icelandic filming industry are estimated to have been about 9 billion ISK.
  The main objective of this research was to study the competitive ness of the Icelandic film industry and to what degree it was built on cluster formation. The research was qualitative. A number of interviews were con ducted with key participants in the film industry. The Icelandic film industry is in some ways competitive. One of its strengths is the simple and efficient system of reinbursements from the State Treasury of the production costs incurred in Iceland. Other strengths are for example exotic film locations with good access.
  Good infrastructure, minimum red tape and industrious and skilled workers have a positive influence on the industry´s competitiveness. The weaknesses are that there is little in the way of film cluster formation and little awareness concerning possible synergistic effects which could improve the industry´s competitiveness. The local market is small and demand conditions volatile which limit the industry´s growth. Reimbursements from the State Treasury of the production costs incurred in Iceland need to in crease from 20% to 25-30% in order for the film industry to gain competitive advantage internationally.
  The general macroeconomic environment in Iceland, such as an unstable currency and currency restrictions, has reduced the com petitive ness of the film industry.
  At the same time the low value of the ISK has been beneficial. The findings have practical implications for both the industry and the government.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Samþykkt: 
 • 29.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9659


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2011.7.1.8.pdf806.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna