is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9673

Titill: 
  • „Nú eru hestarnir fram leiddir.“ Um hestaat og viðhorf manna til íslenska hestsins, fyrr og nú.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er hluti af BA-námi í íslensku sem öðru máli. Í henni er fjallað um hestaat fyrr og nú. Hestaþing, hestaat eða hestavíg voru samkomur þar sem menn öttu saman stóðhestum og létu þá bítast og slást fólki til skemmtunar. Markmið ritgerðarinnar er að segja frá muninum milli hestaats í fornöld og á 20. öld og leita svara við því hvað hefur breytt hugsun Íslendinga um þetta efni. Ritgerðin nær yfir sögu íslenska hestsins frá landnámi og fram til okkar daga. Hún hefst á 9. öld þegar fyrstu landnámsmennirnir byrjuðu að setjast að. Fjallað verður svo um sögu hestaats, sem byrjar miklu fyrr í Evrópu, þ.e. áður en fyrstu mennirnir komu til Íslands. Svo verða einnig könnuð lög um hestaat á Íslandi í gegnum árin.
    Sagt verður næst frá því hvernig skrifað er um íslenska hestinn í Íslendingasögunum. Gerð verður grein fyrir hvernig hesturinn kemur fram og hvað mönnum virðist hafa fundist mikilvægast. Fjallað verður svo um hestaat í Íslendingasögunum. Tvö dæmi úr þeim verða notuð til samanburðar. Tvö dæmi um hestaat á 20. öld verða næst rædd og borin saman við dæmin úr Íslendingasögunum.
    Að lokum er fjallað um viðhorf íslendinga til íslenska hestsins og hestaats fyrr og nú og er leitað svara við því hvað hefur breytt hugsun Íslendinga og hlutverki hestsins á Íslandi. Einnig verður þar gerð grein fyrir breyttri stöðu hestsins í lífi Íslendinga.

Samþykkt: 
  • 30.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9673


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hestaat.pdf173.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna