is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9682

Titill: 
 • Skín við sólu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í greinargerðinni gerum við grein fyrir vali á lokaverkefni okkar til B.Ed prófs. Þar sem okkur fannst vera þörf á að fræða grunnskóla nemendur í Skagafirði um heimabyggð sína kom upp sú hugmynd að gera námsspil um Skagafjörð. Námsspilið er hugsað fyrir 6.-10.bekk grunnskóla eða frá 10 ára aldri. Námsspilið var samþáttað út frá kjörsviðum okkar sem eru þrjú talsins myndmennt, náttúrufræði og samfélagsfræði. Námsspilið hefur að geyma fjóra flokka sem skiptist í opna reiti þar sem koma fram náttúrufræði- og samfélagsfræði spurningar, teikni og leik reiti, aftur á bak og áfram reiti og sögustundar reiti. Fjallað er um kenningar og hvernig þær falla að námsspilinu, en haft var að leiðarljósi að þær væru sem fjölbreyttastar fyrir nemendur. Við gerð námsspilsins komumst við að þeirri niðurstöðu að nemendur læra námsefnið á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt með tilkomu námsspila og teljum við það vera góða viðbót í skólastarfið.

Styrktaraðili: 
 • Við viljum nota tækifærið og þakka eftirtöldum aðilum og fyrirtækjum fyrir góðan stuðning og trygga aðstoð við gerð námsspilsins okkar. Varmahlíðarskóla fyrir notkun á heimasíðu þeirra til gagna upplýsinga, þá sérstaklega Ásdísi Sigurjónsdóttur kennara í Varmahlíðarskóla.
  Verkfræðistofunni Stoð fyrir gerð spilaborðs og spurningaspjalda, þá sérstaklega Sólveigu Olgu Sigurðardóttur, Eyjólfi Þór Þórarinssyni, Elvari Inga Jóhannessyni og Magnúsi Ingvarssyni.
  Pétri Inga Björnssyni ljósmyndara fyrir myndir á spilaborði.
  Nýprent ehf. Prentsmiðju fyrir prentun spilaborðs og spurningaspjalda, þá sérstaklega Þuríði Hörpu Sigurðardóttur og Sveini Guðmundssyni.
Athugasemdir: 
 • Greinargerð sem fylgir námsspilinu Skín við sólu
Samþykkt: 
 • 1.7.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9682


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skín við sólu greinargerð.pdf450.39 kBLokaðurGreinargerðPDF
Spurningar I.pdf347.87 kBLokaðurFylgiskjölPDF
sögustund I.pdf235.3 kBLokaðurFylgiskjölPDF
Spilaborð Skín við sólu.pdf758.85 kBLokaðurFylgiskjölPDF
Spilareglur .pdf171.55 kBLokaðurFylgiskjölPDF