is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9684

Titill: 
  • Áfallaáætlun Salaskóla : fræðileg umfjöllun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs í grunnskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í henni er fjallað um áfallaviðbrögð og mikilvægi sálgæslu í grunnskóla. Sjónum er beint að viðbrögðum barna á grunnskólaaldri við dauðanum og þeim sorgarviðbrögðum sem þau upplifa í kjölfar áfalls. Mikilvægt er að til sé verkferill sem grípa má til verði nemendur eða starfsfólk skóla fyrir áfalli. Áfallaáætlun er gátlisti inniheldur slíkan verkferil þar gerð er grein fyrir viðeigandi viðbrögðum á skýran og markvissan hátt. Áríðandi er að áfallaráð sé starfandi í skóla og nauðsynlegt er að stjórnendur og kennarar í grunnskóla hafi greiðan aðgang að upplýsingum um hvernig bregðast skuli við áfalli. Að stjórnendur grunnskóla sjái til þess að kennarar skólans fái tækifæri, stuðning, svigrúm og hvatningu til að afla sér upplýsinga og fræðslu um þau viðbrögð er nemandi sem hefur orðið fyrir áfalli sýnir. Nauðsynlegt er að kennarar afli sér upplýsinga um það ferli sem nemandi gengur í gegnum eftir áfall, í þeim tilgangi að geta veitt sálgæslu að svo miklu leyti sem kennari telur sig í stakk búinn til þess að gefa af sér. Því mikilsvert er að nemandi komi heilsteyptur og þroskaðri út úr þeirri reynslu sem fæst með því að vinna úr tilfinningum sínum sem upplifðar eru í kjölfar áfalls og geti í framhaldi af því nýtt sér þá reynslu sem hann hefur orðið fyrir sér til góðs í lífinu.

Samþykkt: 
  • 1.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda Björg Einarsdóttir Áfallaáætlun Salaskóla.pdf407.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna