is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9688

Titill: 
 • Morgunstund gefur gull í mund : umfjöllun um mikilvægi morgunverðar fyrir börn og unglinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Matur hefur alltaf uppfyllt eina af frumþörfum lífsins en matarvenjur hafa breyst mikið undanfarna áratugi. Markmið ritgerðarinnar er að útskýra gildi þess að byrja daginn á hollum og næringarríkum morgunverð og gefa sér tíma fyrir hann. Foreldrar, kennarar og aðrir fullorðnir eru fyrirmyndir barna og unglinga á flestum sviðum og það á einnig við um fæðuval. Ábyrgð þeirra er því mikil þegar kemur að matarvenjum.
  Hér er fjallað um hvernig morgunverður hefur áhrif á daglegt líf barna og unglinga. Fjallað er um ábyrgð foreldra, um tengsl BMI líkamsþyngdarstuðulins, blóðfitu, blóðsykurs o.fl. við fæðuval og þá einkum við hollan og óhollan morgunverð. Samspil næringar og líkamlegrar hreyfingar skiptir miklu máli í baráttunni fyrir bættri heilsu og þar hefur morgunverðurinn mikið að segja.
  Höfundur ritgerðarinnar er alinn upp í sveit og þar datt engum í hug að fara út úr húsi án þess að hafa snætt morgunverð. Nú fer þeim fjölgandi sem ekki borða á morgnanna og er það slæm þróun, að mati höfundar. Matarvenjur barna og unglinga virðast að mörgu leyti fara versnandi þrátt fyrir aukið úrval og meiri upplýsingar (Widenhorn-Müller, Hille, Klenk og Weiland, 2008). Fólki með lífsstílstengda sjúkdóma, eins og offitu, fjölgar en offita er vaxandi vandamál hér á landi eins og víða um heim (Lýðheilsustöð, 2006). Næring og orka er nauðsynleg til að halda heilsu og líða vel, á öllum aldri og hvernig sem holdafarið er. Börn og unglingar eru að þroskast og vaxa og þurfa því á sérstaklega góðri næringu að halda. Með heilbrigðum lífsstíl er hægt að draga úr og jafnvel koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma á efri árum.
  Sjónvarpsþættir, blaðagreinar, útvarpsþættir og auglýsingar fjalla um hvað er hollt og best og heilsubúðir selja margvísleg fæðubótaefni, lífrænar vörur og fleira sem fólki er talið trú um að lækni öll mein. Upplýsingarnar geta verið misvísandi svo það er erfitt að vita hvað eru réttu skilaboðin og því getur verið vandasamt að átta sig á hvað er æskilegur matur. Það er gott að auka fjölbreytnina og borða ekki alltaf það sama. Hafragrautur í morgunverð, þessi gamli góði, er ef til vill með því besta þegar upp er staðið, hann er bæði ódýr og hollur og það er hægt að framreiða hann á fleiri en einn veg. Ritgerð þessari fylgja nokkrar uppskriftir að hollum morgunverðarréttum.

Athugasemdir: 
 • Umfjöllun um mikilvægi morgunverðar fyrir börn og unglinga.
Samþykkt: 
 • 1.7.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9688


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð til B.E.d prófs.pdf2.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna