Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9689
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er skilorð og skilorðsrof í íslensku refsikerfi. Í upphafi er litið yfir sögu og hugmyndafræði skilorðs sem refsingar þar sem meðal annars er litið til þeirra grundvallarbreytinga sem áttu sér stað í afstöðu refsikerfisins og almennings til þeirra leiða sem farnar voru við ákvörðun refsingar brotamanna. Sérstaklega er fjallað um íslensk lög um skilorð; upphaf, þróun og þær breytingar sem hafa orðið á þeim. Þá er fjallað um gildandi lög um skilorð sem finna má í VI. Kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, nánar tiltekið í ákvæðum 56.-61. gr., og það sem í þeim felst. Kannað er hvernig brugðist er við rofi á skilorði og hvað gera skuli þegar aðili gerist sekur um slíkt. Í því sambandi er litið til nokkurra dóma. Gerð er grein fyrir skilorðseftirliti og litið til þess hvernig því er beitt sem og öðrum sértækum skilyrðum sem kveðið er á um í 1.-6. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga og þeirri spurningu varpað fram hvort ef til vill megi beita þeim í ríkari mæli. Þá er farið stuttlega í nýlegt lagafrumvarp um breytingu á lögum nr. 49/2005 sem fjallar um að taka upp rafrænt eftirlit á Íslandi, líkt og tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Að lokum verður niðurstaða efnisins rædd og því velt upp sem betur mætti fara.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skilorð og skilorðsrof, saga og þróun.pdf | 309.9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |