is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9695

Titill: 
 • Stjórnsýsluréttur : samspil andmælareglu og réttmætisreglu.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um tvær meginreglur stjórnsýsluréttarins, annars vegar hina lögfestu andmælareglu og hins vegar hina óskráðu réttmætisreglu. Fyrst verður hvor regla um sig útskýrð til hlítar og að lokum verður samspil þessara tveggja reglna rakið og þau áhrif sem þær hafa hvor á aðra.
  Stjórnsýsluréttur sem fræðigrein tilheyrir hinum opinbera allsherjarrétti og fjallar um handhafa framkvæmdavalds skv. 2.gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, stjórnsýsluna og stjórnsýslukerfið. Yfirstjórn stjórnsýslunnar er í höndum ráðherra, en samkvæmt stjórnarskrá fara forseti og önnur stjórnvöld með framkvæmdavald í landinu.
  Róbert R. Spanó fjallar um efnisgrundvöll andmælareglunnar og leggur áherslu á að réttur viðkomandi aðila til að afla upplýsinga og setja fram sjónarmið sem tengjast efni málsins hafi fyrst og fremst þann tilgang að stuðla að réttri niðurstöðu stjórnvalds við stjórnsýsluákvarðanatöku og að slíkar ákvarðanir séu jafnframt byggðar á réttum upplýsingum og málefnalegum og réttmætum sjónarmiðum. Tilgangur 13. gr. stjórnsýslulaganna er að tryggja að ákvarðanataka stjórnvalda sé byggð á löglegum forsendum og standa vörð um réttindi borgaranna. Andmælareglan á að koma í veg fyrir handahófskennda ákvarðanatöku stjórnvalda sem gengið getur gegn hagsmunum almennings. Andmælareglan spilar því stórt hlutverk þegar kemur að því að tryggja öruggari málsmeðferð stjórnvalda. Sjónarmið sem eru andstæð tilgangi andmælareglunnar hljóta að teljast ómálefnaleg í flestum tilfellum þar sem ákvarðanir stjórnvalda byggðar á sjónarmiðum er samræmast ekki tilgangi stjórnsýslulaganna eru yfirleitt teknar á ómálefnalegum grundvelli. Andmælareglan er gott tæki til þess að koma í veg fyrir að stjórnvald taki ákvörðun byggða á ómálefnalegum sjónarmiðum og stuðlar hún að málefnalegum og vel ígrunduðum niðurstöðum því af stjórnsýslulögunum má leiða að valdhöfum stjórnsýslunnar sé skylt að vinna í samræmi við tilgang laganna.

 • Útdráttur er á óskilgreindu tungumáli

  In this thesis the connection of two fundamental rules of administrative law is discussed. Those rules are the rule regarding the right to argue against decisions and the rule of righteousness.
  Administrative law is the law that governs the activities of the administrative agencies of the government. It governs the executive power of state according to the Icelandic Constitution, the administrative power as well as the administration system. According to the Constitution the administrative power is shared by the president and other branches of the administrative system. Article 13 of the Constitution states that the presidential power is executed by the ministers therefore the administrative power’s high command is in the hands of the ministers.
  The main focus of the administrative law code is to protect the rights of the citizens from being compromised by chance decisions of the administrative power. The foundation of the rule regarding the right to argue against decisions is to protect civil rights and to encourage legal and reasonable decision-making of the administrative power. The rule regarding the right to argue against decisions is written in article 13 of the Administrative law code and it states that each party to an administrative case should have access to case files and a right to speak out and comment on the facts of the case before the administrative power makes a decision. The rule of righteousness in not written in the administrative law code, however it is still a fundamental rule of administrative law. The rule of righteousness implies that all administrative decisions must be taken on reasonable and righteous grounds. The connection between those two principles is that if a parties’ right to argue against decisions is fulfilled, the administrative power is less likely to make decisions based on unrighteous grounds because allowing a party to comment on the facts of the case before a decision is made often has a big impact on the final decision. Not granting a party its right to argue against decisions is based on unlawful and unrighteous grounds.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 4.7.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Stjórnsýsluréttur.pdf376.86 kBLokaðurHeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf86.03 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimildarskrá.pdf65.53 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
forsíða.pdf24.59 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna