is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9696

Titill: 
  • Er forseti Íslands aðeins þjóðhöfðingi og sameiningartákn þjóðarinnar eða í raun æðsti embættismaður þjóðarinnar og ,,öryggisventill" gagnvart löggjafarvaldinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allt frá því núgildandi stjórnarskrá Íslands tók gildi hafa verið deildar meiningar um hvert sé stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands. Sér í lagi hafa deilurnar snúist um ákvæði 26. gr., um synjunarvald forsetans. Ákvæðið er samkvæmt orðanna hljóðan skýrt og í fullu gildi eins og reynslan sýnir. Í ritgerð þessari verður farið yfir stjórnskipan Íslands, hver séu völd og hlutverk forsetans í stjórnskipunarrétti. Í því samhengi verður ákvæði 26. greinarinnar gerð ítarleg skil. Jafnframt verður rakin þróun stjórnarskrárinnar allt frá því Ísland var konungsríki til dagsins í dag. Greint verður frá sögulegum atvikum þegar komið hefur til álita að beita synjunarvaldi þessu í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur og að auki þegar valdinu beitt á embættisferli Ólafs Ragnar Grímssonar. Skoðaðar verða yfirlýsingar forsetanna í kjölfar ákvörðunar þeirra um beitingu synjunarvaldsins og reynt að leita svara við því hvort það hafi einvörðungu verið geðþáttaákvörðun forseta að synja lögunum staðfestingar eða hvort forseti þurfi að styðjast við raunverulega ástæðu og þ.a.l færi rök fyrir beitingu synjunarvaldsins hverju sinni. Þá verður rýnt í skrif og umfjöllun fræðimanna sem deilt hafa um hvert sé eiginlegt inntak 26. greinarinnar. Farið verður yfir þjóðaratkvæðagreiðslur í kjölfar synjunar forseta og settar fram hugmyndir að mögulegum breytingum á þeim. Að endingu verður skoðað hvaða þýðingu það hafi fyrir embættið í heild sinni að forsetinn hafi beitt þessu valdi. Hvaða áhrif slík ákvarðanataka hafi haft á stöðu Ólafs Ragnars Grímssonar og sérstaklega forsetaembættið.

  • Útdráttur er á ensku

    Ever since the Icelandic Constitution took effect there have been debates about the Presidents constitutional role. The debate has especially regarded Paragraph 26 of the Constitution, which is about the President’s veto. According to the text of the provision and given experience, it is unambiguous that the president has this authority. This essay will deal with the Icelandic constitution, the authority and role of the president. In that context, paragraph 26 of the constitution will be analyzed. Furthermore, the evolution of the Icelandic constitution, from when Iceland was under a foreign throne until today, will be covered. Discussion of historical events regarding the presidential veto in both the presidency of Vigdís Finnbogadóttir and current president Ólafur Ragnar Grímsson will be viewed. The presidential statements, which they gave out following their decision to use, or not to use their veto, will be analyzed. Thus one can see whether the Icelandic president needs to have well-grounded reasons for his/her actions, or if this is simply an arbitrary decision. Additionally, scholars coverage’s about actual contents of the paragraph will be discussed. Referendums following a president’s decision to use the veto will be reviewed, and some ideas about possible changes will be looked at. To conclude, the impact on the presidency for using this power will be analyzed. To what degree such decisions have effected Ólafur Ragnar Grímsson’s position, and the presidency as a whole.

Samþykkt: 
  • 4.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- Kristófer Jónasson fullkláruð.pdf404.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna