is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9697

Titill: 
  • Lögræði : er hækkun sjálfræðisaldurs til hagsbóta fyrir barnið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allt frá tímum Grágásar fram til 1992 hefur sjálfræði á Íslandi miðast við 16 ára aldur. Miklar breytingar urðu þegar Barnasáttmálinn var fullgiltur árið 1992 og ný barnalög voru samþykkt á Alþingi. Þetta leiddi af sér ákveðið ósamræmi, þar voru ákvæði um að einstaklingar undir 18 ára aldri yrðu skilgreind sem börn auk þess sem framfærsluskylda foreldra var hækkuð úr 16 árum upp í 18 ár. Fram að því hafði barn verið skilgreint sem einstaklingur undir 16 ára aldri og framfærsluskylda foreldra einnig miðuð við þann aldur. Hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 árum yfir í 18 ár með nýjum lögræðislögum átti að jafna það ósamræmi sem hafði skapast. Nokkuð umdeild var hækkun sjálfræðisaldursins, til að mynda ákvað nefndin sem samdi frumvarpið að nýjum lögræðislögum 1997 að mynda sér ekki skoðun á málefninu heldur bentu á kosti og galla þess að hækkunin ætti sér stað. Varð niðurstaðan sú að sjálfræðisaldurinn var hækkaður úr 16 árum upp í 18 ár með lögræðislögunum 1997 til að samræma lögræðislögin við ákvæði Barnasáttmálans og nýju barnalaganna. Í þessari ritsmíð er hækkun sjálfræðisaldurs skoðuð og athugað hvort hækkunin hafi verið til hagsbóta fyrir barnið. Margt virðist benda til að þegar sjálfræðisaldur var hækkaður hafi hagur barnsins ekki alltaf verið í fyrirrúmi enda hefur hækkunin ekki áhrif á meiri hluta barna því þau búa enn í foreldrahúsum á þessum aldri 16-18 ára. Hækkun sjálfræðisaldur getur þó valdið þeim börnum sem flytja að heiman fyrir 18 ára aldur óþægindum. Niðurstaðan er sú að betra hefði verið ef hækkunin hefði ekki átt sér stað.
    Abstract
    In Iceland kids got autonomy at the age of 16 since the commonwealth period. In the year 1992 when the Convention on the rights of the Child (CRC) was ratified and a new children’s act was approved. That created incongruence because in the CRC and the Children’s act children were both defined under the age of 18 and parents were given an obligation to support their children to the age of 18. In 1997 a new law on legal majority was passed, there were differing opinions whether rising the legal age of majority would be ideal, but the conclusion was that it was raised to 18 years in proportion with CRC and the Children’s act. The change was made to fix the above mentioned incongruence. After the legal age of majority was raised there has been little follow through to it and despite the change there is still incongruence. In this thesis the raising of legal age of majority will be examined to see whether or it was in the best interest of the child or not. The conclusion is that the raise was not made with the interest of the child in forefront, but it still did not affect most of them because the majority was still living in their parents’ house. Still it brings inconveniences to children that need to move out of their parent’s house before the age of 18 and because of that the conclusion is that the raising of age of majority should not have taken place.

Samþykkt: 
  • 4.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9697


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lograedi-margret.lilja.pdf398.13 kBOpinnPDFSkoða/Opna