is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9699

Titill: 
 • Er þörf á sérstökum stjórnlagadómstól á Íslandi?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er skoðað upphaf og þróun stjórnskipulegs endurskoðunarvalds á Íslandi. Ekki er deilt um það að dómstólar hér á landi hafi vald til að víkja lögum til hliðar telji þeir að þau brjóti í bága við stjórnarskrána. Skiptar skoðanir hafa verið um umfang endurskoðunar¬valdsins, það er hversu mikið ósamræmi þarf að vera milli laga og stjórnarskrár þegar þeir meta stjórnskipulegt gildi laga. Eins hefur verið rætt hvort mis mikið ósamræmi þurfi að vera til staðar eftir því hvaða réttindi eiga í hlut.
  Mikil fjölgun hefur orðið á málum fyrir Hæstarétti sem snerta stjórnskipulegt gildi þeirra og að sama skapi hefur þeim úrskurðum, þar sem lögum er vikið til hliðar, fjölgað. Þessa fjölgun má rekja til þeirra miklu breytinga sem urðu á stjórnarskrá Íslands þegar mannréttinda-kaflanum var bætt inn árið 1995.
  Skoðað er fyrirkomulag endurskoðunarvaldsins í Þýskalandi þar sem er starfræktur sérstakur stjórnlagadómstóll, Bundesverfassungsgericht, og í Bandaríkjunum þaðan sem endur¬skoðunarvaldið er upprunnið og hefur haldist í höndum hæstaréttar frá upphafi.
  Litið er síðan á það hvort það skipulag sem er á endurskoðunarvaldi á Íslandi henti þeirri stjórnskipan sem nú er. Miklar umræður urðu um þetta vald í kjölfar þeirra mörgu dóma sem fallið hafa frá stjórnarskrárbreytingunni. Skoðaðar eru þær tillögur um breytingar sem komið hafa. Má þar helst nefna stofnun lagaskrifstofu sem hefði það hlutverk að yfirfara lagafrum¬vörp með tilliti til samræmis við stjórnarskrá áður en þau eru samþykkt sem lög af Alþingi. Ein af ástæðunum fyrir miklum áhuga á stofnun lagaskrifstofu er að gæði laga þykja ekki hafa verið næg undanfarin ár. Einnig er litið á það hvort þörf sé á sérstökum stjórnlaga-dómstól á Íslandi og hvaða hugmyndir menn hafa um stofnun slíks dómsstigs.

 • Útdráttur er á ensku

  In this essay, the beginning and development of judicial review in Iceland will be analyzed. No dispute is about the power of the Icelandic court overlooking laws that they think are not compatible with the constitution. Different opinions are about the scope of the judicial review. That is how much of an incoherency there has to be between laws and constitution when the practice judicial review. There is also a discussion of different amount of incoherency depending on which human rights are involved.
  The increasing number of cases before the supreme court regarding judicial review, and accordingly the number of verdicts where laws are set aside. This increase can be traced to the big amendments to the Icelandic constitution in 1995, when the human right chapter was added.
  The judicial review in other countries will be looked at. In Germany there is a special constitutional court, Bundesverfassungsgericht. An in the United States of America there origin of judicial review is and where it has stayed in the hand of The Supreme Court from the beginning.
  Next is looked at whether the system of judicial review in Iceland is compatible with current constitutional theory. Heavy debate has been about judicial review sine the increased number of cases followed the amendments. The ideas of changes are looked at. One of them is to found a special law office with the role to compare any legislation to the constitution before it is passed as law in Alþingi. One of the reasons for the interest in forming a law office is that the quality of the legislation in the past years has been considered poor. Lastly, the need for a special constitutional court is assessed and what ideas there are about the founding of that kind of a court.

Samþykkt: 
 • 4.7.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-verkefni Haust 2010 Kristín Ólafsdóttir.pdf344.71 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna