Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9705
Klukkan hennar ömmu er lokaverkefni til B.Ed. prófs í grunnskólakennarafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið er tvískipt, annars vegar barnabók og hins vegar fræðileg greinargerð.
Verkefnið varð til í kjölfar rannsóknarvinnu á íslensku ullinni og íslenskum textíl. Markmið þess er að vekja athygli og áhuga barna og ungmenna á þeim hluta íslensks menningararfs sem falinn er í rannsóknarefninu.
Efninu eru gerð skil í barnabók sem ætluð er ungum lesendum, skáldsögu sem byggð er á heimildum. Lestur barnabóka getur haft víðtæk áhrif á þroska barna, víkkað sjóndeildarhring þeirra og komið að einhverju leyti í stað reynslu. Barnabækur eru góð leið til að vekja forvitni lesenda á viðfangsefninu, en forvitni er að margra mati undirstaða náms.
Bókin er ekki kennslubók í textílmennt, en hana má nota sem grunn að slíku námi enda tengist efni hennar markmiðum með kennslu í textílmennt sem fjallað er um í listgreinahluta Aðalnámskrár grunnskóla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Klukkan hennar ömmu greinargerð.pdf | 2.31 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Klukkan hennar ömmu Heimildaskrá.pdf | 44.37 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Klukkan_Highres.pdf | 10.68 MB | Lokaður | Bókin |