is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9708

Titill: 
  • Maður í manns stað? : skilyrði skuldaraskipta
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skuldaraskipti og kröfuhafaskipti eru úrræði aðila sem bundnir eru að skuldarsambandi til að framselja réttindi sínar og skyldur. Framsali á kröfum eru settar fáar skorður á meðan skuldaraskiptum er hinsvegar settar töluverðar skorður. Skuldskeyting er skuldaraskipti með samþykki kröfuhafa og fæst aðeins ef að kaupandi bindur sig kröfuhafa. Til eru þó undantekningartilvik þar sem ekki þarf að leita samþykkis, en er þá ekki um skuldskeytingu að ræða heldur skuldaraskipti. Hægt er að skipta skuldskeytingu í þrennt eftir því tímamarki þegar samþykki er gefið. Í fyrsta lagi; samþykki gefið fyrirfram, þegar kröfuhafi með einhverju móti t.d. í samningi, hefur heimilað skuldskeytingu fyrirfram. Í öðru lagi; samþykkis er leitað, þegar skuldari leitar til kröfuhafa og óskar skuldskeytingar, sem kröfuhafi samþykkir. Í þriðja lagi; samþykki eftirá, þegar kröfuhafi samþykki ekki skriflega eða munnlega samþykki en með hegðun sinni má ætla að hann hafi samþykki skuldskeytinguna. Að meginreglunni til þarf að liggja fyrir ósk um skuldskeytingu svo kröfuhafi geti samþykkt hana. Þrátt fyrir að það sé eðlileg ósk kröfuhafa að beiðni um skuldskeytingu sé á því formi sem hann óskar þá má sjá af dómaframkvæmd og skrifum fræðimanna að slík krafa er ekki skilyrði og kröfuhafi getur bundið sig með öðrum hætti, svo sem með aðgerðum sínum og hegðun eftir að beiðni liggur fyrir. Ekki er til mikið efni um bindingu nýja skuldara en ætla verður að sömu sjónarmið gildi um hann og kröfuhafa. Í ákveðnum tilvikum þegar beiðni um skuldskeytingu liggur fyrir hefur kröfuhafi skipt um greiðanda þrátt fyrir að þess hafi ekki verið óskað. Greiðandaskipti hafa önnur áhrif en skuldskeyting og er upprunalegur skuldari ennþá skuldari enn ekki hin nýji aðili. Má þá ekki ætla að slík breyting á skuldarsambandinu sé óheimil? Af dómaframkvæmd má heldur ekki sjá að litið hafi verið til tillitsskyldu og tilkynningarskyldu kröfuhafa. Er til of mikils mælst að kröfuhafi sinni tilkynningarskyldu sinni og hafni skuldskeytingu eða hið minnsta tilkynni að skipt hafi verið um greiðanda en ekki skuldara? Er þá ekki eðliegt að kröfuhafi sé þá látinn bera hallan af því að hafa ekki gert slíkt?

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 4.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9708


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.L. AndresMarMagnusson.pdf374.77 kBLokaðurPDF