is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9713

Titill: 
 • Meginreglan um skýra og ákveðna kröfugerð í viðurkenningarmálum
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Það er skylda dómara að taka formhlið máls til athugunar þegar, eftir atvikum stefnandi eða báðir, aðilar máls hafa uppi dómkröfu í einkamáli. Telji hann annmarka vera á dómkröfu þannig að formsins vegna verði ekki unnt að byggja á henni niðurstöðu, getur hann vísað máli frá dómi hvort heldur sem er að kröfu eða ex officio. Reglur um kröfugerð í einkamálum er að finna í lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Mótun dómkröfu í viðurkenningarmálum getur reynst vandasöm í ljósi eðlis og fjölbreytileika slíkra mála. Af dómaframkvæmd má greina að allt of algengt er að viðurkenningarmálum sé vísað frá vegna galla á kröfugerð. Í mörgum tilvikum byggir niðurstaðan á því að kröfugerð uppfylli ekki skilyrði meginreglunnar um ljósa og ákveðna kröfugerð.
  Í eftirfarandi ritgerð leitast höfundur við að komast að niðurstöðu um hvernig dómkrafa í viðurkenningarmálum skal mótuð þannig að hún uppfylli skilyrði meginreglunnar um ljósa og ákveðna kröfugerð. Niðurstaðan er sú að tæmandi reglur um form kröfugerða í viðurkenningarmálum verða aldrei afmarkað i eitt skipti fyrir öll. Við mótun dómkröfu verður að skoða hvert tilvik fyrir sig en vert er að líta einnig til dómaframkvæmdar. Ef telja á upp í stuttu máli hvað ber að hafa í huga við mótun dómkrafna skal gæta þess: að afmörkun, s.s. jarðar sé nákvæm sem og gögn henni til stuðnings, einnig að andlagi réttindanna sé lýst nákvæmlega, en í stuttu máli, að kröfugerðin sé ekki of almenn eða víðtæk og að hún vísi ekki til sannana eða atvika sem síðar kunna að koma fram.

 • Útdráttur er á ensku

  When the plaintiff and possibly the defendant in a civil law case submit their claims, the judge bears the obligation to determine whether the formal requirements of the case have been fulfilled. If he determines that those formal requirements are not satisfied, he can dismiss the case ex officio or on the basis of a specific claim by the defendant. The formal rules of procedure of a civil law case are outlined in Act no. 91/1991 on Civil Law Procedure. The formulation of claims for the vindication of rights are often challenging because of the nature and variety of such cases. In many cases, the judge dismisses claims based on procedural inadequacies.
  In the following thesis, the author reaches some conclusions as to how formal requirements for the establishment of claims should be prepared in order to meet the principle rules of procedure for civil claims. The conclusion is that a definitive set of rules regarding the formation of claims can never be determined that will fit each and every case. Instead, each case must be considered individually on its own terms with an eye to the judicial process. In short, the plaintiff should bear in mind the following considerations when evaluating legal claims: that when defining territory, the claim is specific and is supported by the dossier, the object of the claim is precisely explained but briefly, the claim is not overly general or broad ant that one cannot be based on proof or evidence that have not happened.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 4.7.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meginreglan um skýra og ákveðna kröfugerð í viðurkenningarmálum.pdf827.08 kBLokaðurHeildartextiPDF
Heimildaskrá.pdf188.51 kBLokaðurHeimildaskráPDF
Efnisyfirlit.pdf280.62 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna