en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9715

Title: 
  • Title is in Icelandic Stærðfræðispil : kennslufræðilegur leikur
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Verkefnið ber yfirskriftina Stærðfræðispil – kennslufræðilegur leikur. Það samanstendur af umfjöllun um stærðfræðinám, kennslufræðilega leiki og þróun stærðfræðiþekkingar auk 30 stærðfræðispila sem öll eru spiluð með spilastokk. Greint er frá umfjöllun í Aðalnámskrá grunnskóla - stærðfræði (2007) um markmið fyrir stærðfræðinám á yngsta stigi grunnskóla en þau eru höfð til hliðsjónar við hönnun spilanna. Fjallað er um leikinn, með sérstaka áherslu á kennslufræðilega leikinn og hvernig hann hentar til náms og kennslu. Bent er á hversu mikilvægt sé að nota fjölbreyttar aðferðir við kennslu og þar hentar kennslufræðilegi leikurinn mjög vel. Þá er umfjöllun um skóla John Dewey, fjölgreindakenningu Howards Gardners og hvernig skilningur barna á tölum og reikniaðgerðum þróast. Fjölgreindakenningin og áherslan sem Dewey lagði á nám sem framkvæmd er tengd við stærðfræðispilin sjálf.
    Í lok greinargerðarinnar er umfjöllun um stærðfræðispilin 30, hvernig þau eru uppbyggð og hvernig við höfum byggt á því efni sem fjallað var um fyrr í greinargerðinni við hönnun spilanna. Spilin sjálf fylgja svo með í fylgiskjali

Accepted: 
  • Jul 4, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9715


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni lokaeintak Hanna og Júlía.pdf398.2 kBOpenHeildartextiPDFView/Open