is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9721

Titill: 
  • Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri : réttaráhrif gildistöku tilskipunar Evrópusambandsins nr. 2011/24/EC um beitingu réttinda sjúklinga til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri og þau réttaráhrif sem tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins frá 9. mars 2011 um beitingu réttinda einstaklinga til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri mun hafa við innleiðingu hennar í landsrétt. Frelsi til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri felur í sér að ekki séu óeðlilegar hindranir á vegi þeirra sjúklinga sem leita eftir meðferð í öðrum aðildarríkjum EES en heimalandinu. Evrópudómstóllinn hefur staðfest að ákvæði Rómarsáttmálans um innri markaðinn taki til frjálsrar farar sjúklinga til að leita sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri og jafnframt til frjálsrar farar veitenda heilbrigðisþjónustu til að starfa í öðrum aðildarríkjum. Í kjölfar dóma Evrópudómstólsins í málaflokknum hafa réttindi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri hlotið aukna athygli Evrópusambandsins sem hefur ráðist í ýmsar aðgerðir við þróun löggjafar á þessu sviði. Töluverð togstreita myndaðist við undirbúning tilskipunarinnar þar sem mættust hin hefðbundna nálgun við regluverk innri markaðarins annars vegar og réttindi aðildarríkjanna til að skipuleggja heilbrigðiskerfi sín hins vegar. Í ritgerðinni er fjallað um þá dóma sem fallið hafa á þessu sviði, hvernig Evrópusambandið hefur brugðist við þeim og hver staða íslenskra sjúklinga, veitenda heilbrigðisþjónustu og heilbrigðiskerfisins verður með tilkomu tilskipunarinnar.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 5.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf102.23 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heildartexti.pdf867.85 kBLokaðurHeildartextiPDF
Heimildaskrá.pdf179.68 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Lagaskrá.pdf105.97 kBOpinnLagaskráPDFSkoða/Opna
Dómaskrá.pdf141.01 kBOpinnDómaskráPDFSkoða/Opna