is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9730

Titill: 
  • "Ætti maður að spyrja að því?" : orðræða foreldra á Barnalandi um leikskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er 30 eininga ritgerð til meistaraprófs í menntunarfræðum og styðst við eigindlega aðferðafræði. Rannsakandi er leikskólakennari og hefur gengt stjórnunarstöðum í leikskóla. Ástæðan fyrir vali á viðfangsefni í þessari rannsókn var áhugi á því að fá fram skoðanir og álit foreldra á ýmsu í starfsemi leikskólans og að heyra um mismunandi sjónarmið sem gætu verið umræðugrundvöllur um starfsemina.
    Rannsóknin er um umræður á samskiptasíðunni Barnaland um leikskóla. Þar voru foreldrar að ræða saman um ýmislegt sem tengdist leikskólagöngu barna sinna. Valdir voru alls 76 umræðuþræðir sem tengdust leikskólum. Gögn voru greind með orðræðugreiningu til þess að komast að því hvernig er talað um leikskóla þar sem foreldrar hittast á samskiptasíðunni og ræða málin. Tilgangurinn var að skoða orðræðu foreldrar um leikskóla: Hvernig þeir tala um leikskólann og um hvað er talað og hvað veldur því að foreldi setur inn umræðuþráð um leikskóla barnsins.
    Meginniðurstöður eru þær að foreldrar tala á tilfinningaríkan hátt um leikskólann og nota gildishlaðin orð til að lýsa skoðunum sínum á leikskólum og starfsfólkinu. Algengast var að foreldrar sem voru í þeim sporum að velja leikskóla fyrir barnið sitt vildu heyra um kosti og galla þeirra leikskóla sem valið stóð um. Óánægja eða pirringur hjá foreldri út í samstarfið við leikskólann var líka stundum tilefni til þess að foreldri setti inn umræðuþráð. Það virtist vera þessum foreldrum eðlilegt að afla upplýsinga og fá útrás á netinu í stað þess að fara beint í leikskólann og fá upplýsingar þar. Foreldrar sem höfðu reynslu af því að vinna í leikskóla komu oft með sjónarmið leikskólans inn í umræðuna. Þrátt fyrir að þátttakendur sýndu hver öðrum samstöðu og væru ósparir á að gefa góð ráð og upplýsingar liggur ekki fyrir hvort það kom að gagni. Það gefur vísbendingu um hversu mikil nálægðin er við foreldrana og hversu samskiptin á milli þessara samstafsaðila eru viðkvæm og tilfinningarík, að þeir skuli tala um leikskólann á svo tilfinningaríkan hátt.

Samþykkt: 
  • 5.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9730


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MED protected.pdf551.85 kBOpinnPDFSkoða/Opna