is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9731

Titill: 
  • Árangur af þróunarstarfi : rannsókn á tveimur þróunarverkefnum í grunnskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á þá þætti í undirbúningi og framkvæmd þróunarverkefna í grunnskólum sem verða til þess að árangur af þeim festist í sessi. Leitað var til tveggja grunnskóla þar sem þróunarverkefni höfðu verið innleidd veturinn 2004–2005. Bæði verkefnin höfðu fengið styrk frá Þróunarsjóði grunnskóla. Það sem lá til grundvallar rannsókninni var að kanna hvernig staðið var að mikilvægum þáttum sem tengjast þróunarstarfi. Hvernig þörfin fyrir verkefnin var metin, hversu skýr starfsfólki fannst verkefnin vera og hvort þau höfðu varanleg áhrif á starfshætti og menningu skólanna.
    Rannsóknin var eigindleg og var rætt við átta einstaklinga bæði kennara og skólastjórnendur. Önnur rannsóknargögn voru lokaskýrslur þróunarverkefnanna.
    Í rannsókninni á þróunarverkefnunum kom fram að lagt var upp með áætlanir, markmið og tilgang með verkefnunum og töldu þeir sem stóðu að þeim að þessir þættir hefðu verið öllum sem þátt tóku ljósir. Rannsóknin leiddi í ljós að svo var ekki og þó svo að flestir þættir sem fræðin um skólaþróun telja forsendu þess að þróunarverkefni nái fótfestu hafi verið hafðir í huga í upphafi, var margt sem truflaði ferlið. Það kom einnig fram að margt af því sem lagt var upp með náði að festast í sessi en annað ekki. Í dag fimm árum síðar eru kennarar ánægðir með það sem náði fram að ganga og telja sig hafa lært af því. Viðmælendur töluðu langflestir um að þeir teldu að betur hefði tekist til ef ætlaður hefði verið meiri tími til verkefnanna og ef ráðgjöf og eftirfylgd við þau hefði verið meiri, bæði meðan á innleiðingu stóð og eftir hana.

Samþykkt: 
  • 5.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arangur_af_trounarstarfi-TS-2011.pdf382.38 kBOpinnPDFSkoða/Opna