is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9736

Titill: 
  • Mistök eru tækifæri til að læra af : uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hugmyndakerfið uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga. Fjallað er ítarlega um fræðilegan bakgrunn þess, hvernig framkvæmdinni er háttað og hverjir eru helstu kostir þess og gallar. Sjónarhorn tveggja miðstigskennara um möguleika aðferðafræðinnar við úrlausn hegðunarvandamála eru einnig skoðuð. Þar sem áherslur uppeldis til ábyrgðar eru frábrugðnar öðrum heildstæðum agastjórnunarkerfum er einnig fjallað um aðferðir sem byggja á hugmyndafræði atferlishyggju og þær bornar saman. Helstu niðurstöður eru þær að uppeldi til ábyrgðar er hugmyndafræði sem krefst þess að allir aðilar sýni samstöðu og búi yfir ákveðinni þekkingu um eigin þarfir og lífsgildi. Ennfremur kom í ljós að áherslumunur er á uppeldi til ábyrgðar og aðferðum sem byggja á atferlisstefnu. Í uppeldi til ábyrgðar er áherslan á innri stýringu en ytri stýring er það sem atferlisstefnan byggir á. Ég tel að ritgerðin geti gagnast öllum þeim sem hafa áhuga á uppeldi og sjálfsstjórn barna, hvort sem er skólastjórnendur, kennarar, foreldrar eða aðrir áhugamenn um þennan málaflokk.

Samþykkt: 
  • 5.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9736


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Uppeldi til ábyrgðar.pdf481.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna