Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9739
Útikennsla hefur á undanförnum árum notið gríðarlegra vinsælda hér á landi. Ástæður þess eru einkum þær að útivera getur stuðlað að samþættingu ólíkra námsgreina, einstaklingsmiðuðu námi, sniðið að þörfum nemenda frekar en kennara og aukinni umhverfisvitund barna. Hreyfing barna eykst sem og möguleikinn á að vekja áhuga þeirra á útiveru og umhverfi sínu.
Fyrir suma nemendur getur stærðfræði og þau tákn sem henni fylgja virst mjög flókin, en með því að gera hana að viðfangsefni leikja og könnunar má auðveldlega beina athygli nemandans að því hvernig hin ýmsu hugtök og staðlaðar mælieiningar eru hluti af daglegu lífi hans. Þegar stærðfræðin er síðan færið frá kennslustofum og út undir beran himinn verður umhverfið allt að viðfangsefninu og stærðfræðin birtist í sinni einföldustu mynd.
Það er skoðun mín að útikennsla muni halda áfram að vera áveðin driffjöður í þróun skólastarfs hér og vonast ég til þess að stærðfræðikennsla verði þar engin undantekning.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
SteinunnBjarnadottirlokaritgerd2011.pdf | 372.99 kB | Open | Heildartexti | View/Open |