Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9747
Þessi greinargerð fjallar um gerð námsefnis á vefsíðunni ,,Hljóðfæragerð og menning“ sem finna má á veffanginu http://www.notendur.hi.is/krs23. Á vefsíðunni er að finna umfjöllun um fimm þjóðleg hljóðfæri frá mismunandi heimsálfum og leiðbeiningar um hvernig hægt er að smíða þau. Öll hljóðfærin eiga það sameiginlegt að vera einkennandi fyrir samfélögin sem þau koma úr og hafa sterkar og djúpar rætur í menningu þeirra. Þetta námsefni mætir mörgum markmiðum aðalnámskrár og samþættar ýmsar námsgreinar s.s. smíði, samfélagsfræði og tónmennt. Farið verður ýtarlega yfir allt vinnuferlið í heild sinni, allt frá hugmyndavinnu að loka afurð og hugmyndum varpað fram um hvernig hægt er að nota efnið við einstaklingsmiðaðakennslu sem og samþættingu ýmissa námsgreina innan grunnskólans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gerð fjölgreinanámsefnisins ,,Hljóðfæragerð og menning“. PDF.pdf | 418.68 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |