is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9756

Titill: 
 • Samfélagsleg ábyrgð og fyrirtækjamenning
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Aukin krafa er um samfélagslega ábyrga stefnu fyrirtækja og skipt getur sköpum fyrir samkeppnishæfi þeirra að vera fær um að bregðast við slíku. Meðvitað starfsfólk hefur mikið að segja í þessu samhengi og því er eðlilegt að líta til þeirra áhrifa sem stefna í samfélagslegri ábyrgð getur haft á fyrirtækjamenningu. Einnig er litið til þess hvort stefna í samfélagslegri ábyrgð nái betur til starfsfólks ef hún hefur sterka birtingarmynd í táknkerfi fyrirtækja.
  Í því skyni að rannsaka tengsl samfélagslegrar ábyrgðar og fyrirtækjamenningar er litið til fræðilegra kenninga sem og rannsókna. Einnig er gerð megindleg rannsókn á því hvort tengsl séu á milli upplifunar starfsfólks á birtingarmynd stefnu og þess hvort starfsfólk sé meðvitað um málefni sem snúa að samfélagslegri ábyrgð.
  Niðurstöður leiddu í ljós að stefna í samfélagslegri ábyrgð hefur áhrif á fyrirtækjamenningu í gegnum sameiginleg gildi og viðmið starfsfólks. Slík stefna getur aukið hollustu en jafnframt valdið mótspyrnu. Loks hefur stefna í samfélagslegri ábyrgð áhrif á þau siðferðislegu álitamál sem snúa að markmiðasetningu fyrirtækja.
  Einnig leiddu niðurstöður í ljós að tengsl gætu verið á milli birtingarmyndar stefnu í táknkerfi fyrirtækja og almennrar meðvitundar starfsfólks um málaflokkinn. Einnig benda niðurstöður til þess að nálgun hvað varðar samfélagslega ábyrgð þurfi ekki að hafa úrslitaáhrif á viðhorf starfsfólks. Rannsóknaraðferðum sem beitt var sýna ekki fram á orsakasamhengi en niðurstöður gefa þó tilefni til frekari rannsókna.

Samþykkt: 
 • 26.7.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9756


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórhildur Ósk Halldórsdóttir - BS.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna