en English is Íslenska

Thesis Bifröst University > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9769

Title: 
  • Title is in Icelandic Græn tækni, sjálfbærni, alþjóðamarkaður
  • Green technique, sustainability, international market
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Samfélagið sem við búum í ásamt umhverfinu okkar er mjög stór þáttur af okkar daglega lífi og kemur til með að vera um ókomna tíð. Því skiptir miklu hvernig gengið er um þær auðlindir sem við eigum og hvaða viðhorf við berum til þeirra. Með sífelldum tækni nýjungum, auknum kröfum og hraða í samfélaginu eykst hættan á að við göngum of langt. Því vakti það forvitni höfundar að sjá hvert viðhorfið er í skiparekstri á Íslandi til þeirra atriða sem skipta máli hvað þetta varðar. Ekki síst þar sem við höfum hér á landinu frumkvöðlafyrirtæki í nýtingu orkugjafa í skiparekstri, Marorku. Valið var að beita eigindlegri rannsóknaraðferð og tekin voru djúpviðtöl við stjórnendur í skiparekstri á Íslandi. Einnig voru nýttar ýmsar fræðigreinar, bækur og annað ritað efni sem tengist málefninu, til skýringar á þeim hugtökum sem notuð eru. Niðurstaða rannsóknarinnar varð sú að þessi fyrirtæki eru mjög meðvituð um samfélagslega ábyrgð sína og sjálfbærni fyrirtækja almennt. Hinsvegar kom í ljós að aðalhvatinn á bakvið þeirra samfélagslegu ábyrgð og hugsun til sjálfbærni er efnahagslegur. Einnig gefa vísbendingar til kynna ákveðna möguleika í markaðssetningu með nýtingu grænnar tækni/orku.

Accepted: 
  • Jul 28, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9769


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS ritgerð 2011V- Berglind Pétursdóttir.pdf900.66 kBOpenHeildartextiPDFView/Open