is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9775

Titill: 
  • Innherjasvik og áhrif laga nr. 39/2002
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu verða reglur um innherjaviðskipti skoðaðar, með áherslu á þær breytingar sem fylgdu lögum nr. 39/2002. Ritgerðin hefst á því að markmið með reglum um innherja-viðskipti eru kynntar og verður svo farið yfir þróun þeirra reglna í íslenskum rétti. Áherslu-atriði í þeirri þróun verða lög nr. 39/2002 og kveikjan að þeim breytingarlögum, sem er rakin til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. október 2001 í máli S-601/2001, sem oft er nefnt Skeljungs málið. Með setningu laganna var innherjum gert óheimilt að eiga viðskipti þegar þeir búa yfir innherjaupplýsingum, jafnvel þó þeir hafi ekki nýtt þær við viðskiptin. Eitt markmið laganna var að færa íslenskan rétt nær gildandi rétti í nágrannaríkjunum Noregi og Danmörku og verður gerður samanburður annars vegar á þeim reglum sem þar gilda um innherjaviðskipti og þeim reglum sem gilda hér á landi. Reglur um innherjaviðskipti byggja að mestu leiti á tilskipunum Evrópusambandsins og verður því horft til þess hvernig Evrópudómstóllinn hefur túlkað þær tilskipanir sem við eiga. Dregin verða fram atvik þar sem eðlilegt væri að innherji gæti átt viðskipti, en getur það hins vegar ekki sökum þeirra breytinga sem fólust í lögum nr. 39/2002. Að lokum verður farið yfir helstu niðurstöður ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 29.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9775


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Lokaritgerð - Guðmundur Óli Blöndal 12 04 11.pdf355.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna