is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9784

Titill: 
  • Hvernig geta stjórnendur Hvíta hússins náð betri árangri með því að nýta sér aðferðafræði stefnumiðaðrar stjórnunar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessara verkefnis er að skoða hvernig stjórnendur geti náð betri árangri með því að nýta sér aðferðafræði stefnumiðaðrar stjórnunar. Stjórnun hefur sem fræðigrein þróast í afmarkaðari fræðigreinar. Ein af þeim er stefnumiðuð stjórnun sem er viðvarandi ferli sem notað er til þess að meta og stjórna skipulagsheild með það að markmiði að hámarka árangur. Rannsakendur gerðu innanhúsrannsóknarverkefni í samstarfi við stjórnendur auglýsinga-stofunnar Hvíta hússins.
    Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við stjórnendur Hvíta hússins ásamt því að stuðst var við megindlegar rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið mánaðarlega meðal starfsfólks Hvíta hússins síðastliðna sjö mánuði. Niðurstöðurnar voru bornar saman við alla þætti í ferli stefnumiðaðrar stjórnunar. Hver þáttur ferilsins var greindur með það að markmiði að sýna fram á að hægt sé að auka árangur skipulagsheilda með því að nýta sér hann til stjórnunar. Með því að bera saman niðurstöður rannsóknarinnar við helstu þætti fræðanna var leitast við að finna að hve miklu leiti stjórnendur fara eftir aðferðafræði stefnumiðaðrar stjórnunar. Einnig var fjallað um líftímakúrfu skipulagsheilda og hvaða stefnu skipulagsheildir ættu að taka eftir því á hvaða skeiði líftímakúrfunar þær eru. Að lokum var fjallað um stefnumiðað árangursmat (e. balance scorecard) sem stjórntæki sem meðal annars getur nýst stjórnendum við stefnumótun, innleiðingu og eftirfylgni.
    Helstu niðurstöður eru þær að stjórnendur vinna ekki eftir ferli stefnumiðaðar stjórnunar. Stjórnendur eru með skýr markmið og gera sér grein fyrir hlutverki sínu en skortir framtíðarsýn, gildi og stefnu. Þá skortir einnig hæfni í innleiðingu til að viðhalda stefnumiðaðri stjórnun sem stöðugu ferli. Rannsakendur telja að með því að nýta sér aðferðafræði stefnumiðaðrar stjórnunar geti Hvíta húsið bætt árangur sinn. Ef stjórnendur tileinka sér fræði stefnumiðaðrar stjórnunar muni það skila sér í aukinni starfsánægju, fjárhagslegum ávinningi og samkeppnisforskoti.

Samþykkt: 
  • 2.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9784


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind Stefánsdóttir og Hrefna Björk Sverrisdóttir.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna