en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Viðskiptadeild > BSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9788

Title: 
  • is Hvað getur hið opinbera gert til að gera kaup á rafmagnsbílum að raunhæfum valkosti fyrir almenning?
Submitted: 
  • May 2011
Abstract: 
  • is

    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er rafmagnsbíllinn, hversu fýsilegur kostur það er fyrir ríkið og almenning að hefja innleiðingu á honum og hvaða hindranir kunna að vera í vegi fyrir því að hanni nái útbreiðslu hér á landi. Gerð var könnun á viðhorfi fólks til rafmagnsbílsins og hvað það er, sem kann að ráða ákvörðunum um kaup. Skoðaðir voru hvatar, sem yfirvöld í öðrum löndum nota þess til að ýta undir kaup á rafmagnsbílum, og íhugað, hvort yfirvöld hér á landi eigi að leggja enn frekari áherslu á að hraða innleiðingu rafmagnsbílsins með það fyrir augum að draga úr mengun og ýta undir jákvæðan vöruskiptajöfnuð.
    Helstu niðurstöður eru að rafmagnsbílar eru of dýrir í dag og helgast það fyrst og fremst af því, að verð liþíumrafhlöðunnar er enn of hátt til þess að rafmagnsbíllinn geti talist raunhæfur valkostur fyrir almenning. Sú þróun, sem kemur fram í spám sérfræðinga um verðþróun á liþíumrafhlöðunni, gefur tilefni til bjartsýni. Metanbíllinn og tengiltvinnbíll eru þeir bílar, sem munu brúa bilið þar til rafhlöðuframleiðendur koma fram með rafhlöðu, sem er á lægra verði og með ásættanlegri geymslugetu.

Description: 
  • is Viðskiptafræði
Accepted: 
  • Aug 2, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9788


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Gunnar-Steingrimsson-og-Kristjan-Helgi-Theodorsson-Bsc-2011.pdf7.38 MBOpenHeildartextiPDFView/Open