Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9789
Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi hefur verið að aukast í gegnum árin og er íslensk ferðaþjónusta í örum vexti. Efling íslenskrar ferðaþjónustu er því mikilvægt tækifæri að nýta til að auka hagvöxt landsins. Mikil samkeppni ríkir í ferðaiðnaðinum á alþjóðavettvangi og sterk og jákvæð ímynd lands getur skipt sköpum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort táknrænar eða almennar auglýsingamyndir séu áhrifaríkari til að kynna Ísland sem áfangastað og draga upp jákvæða heildarímynd af landinu. Notast var við hentugleikaúrtak í gegnum tengslanet og voru þátttakendur 126 erlendir aðilar sem ekki höfðu komið áður til Íslands. Rafrænn spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur þar sem þeir annaðhvort fengu spurningalista með táknrænni auglýsingu eða almennri auglýsingu. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu vísbendingu um að táknrænar auglýsingar geti verið áhrifaríkari þegar kemur að því að markaðssetja áfangastaði og bæta ímynd þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Samanburðarrannsókn á notkun táknrænna á móti almennra auglýsingamynda til að markaðssetja Ísland.pdf | 1.01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |