en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9796

Title: 
 • Title is in Icelandic Myndun, innleiðing og viðhald gilda hjá fyrirtækjum
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þegar kemur að umræðu um með hvaða hætti fyrirtæki ná árangri eru ótal verkfæri eða hugtök sem koma upp í hugann, það er augljóst að í mörg horn er að líta. Ein leið sem mörg fyrirtæki ákveða að fara er að nota gildi til að leiða stefnu sína að markmiðum og móta ríkjandi fyrirtækjamenningu. Þetta gera fyrirtæki til að styrkja rekstur sinn, auka við starfsánægju og gera sig um leið samkeppnishæfari.
  Í skrifum þessum hafa kenningar um hvernig gildi eru vafin inn í starfsemi fyrirtækja verið kynntar. Einnig hafa rannsóknir verið ræddar um hvernig gildi geta skipt mismunandi þætti starfseminnar máli, þessir þættir eru til dæmis fyrirtækjamenning, starfsánægja og skilvirkni. Meginniðurstöður þessara rannsókna er að almennt eru gildi mjög jákvæð viðbót við stefnu og skipulag fyrirtækja, en gæta verður að meðhöndla innleiðingu þeirra og viðhald vel til að hámarka notagildi þeirra.
  Framkvæmd var rannsókn þar sem leitað var svara við tilgátum um hvernig meðferð gilda væri innan íslenskra fyrirtækja. Rannsakendur komust að því að ef vel er staðið að myndun og innleiðingu gildanna og starfsmenn fá aðhald og áminningu um þau og hvernig á að nota þau næst árangur með gildum. Með réttu fyrirkomulagi í innleiðingu er hægt að leiðbeina starfsmönnum um ákjósanlega hegðun, mynda hópefli og þannig vera viss um að allir starfsmenn séu meðvitað að stefna í sömu átt.
  Gildavinnan hefst með myndun góðra gilda sem fyrirtækið stendur þegar fyrir og endurspeglar menningu þess. Við tekur innleiðing gildanna, þau eru kynnt fyrir starfsfólki þar sem unnið er markvisst að ákveðnum skrefum, sem eru ákveðin fyrirfram af stjórn fyrirtækisins og eru aðlöguð hverju fyrirtæki fyrir sig. Hvert og eitt skref hefur ákveðið markmið hvað varðar vitund, meðhöndlun og upplifun. Eftir innleiðinguna tekur svo við sífelld vinna við að viðhalda þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin. Viðhald gilda skal í grunninn miða að því að sýna gildin sífellt í verki og efla þannig starfsemina. Þau fyrirtæki sem er annt um fyrirtækjamenningu sína og hafa sett sér framtíðarmarkmið ættu því að nota gildi til að leiða stefnu þess í átt að markmiðum sínum.

Accepted: 
 • Aug 2, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9796


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS Skemman skil.pdf1.76 MBOpenComplete TextPDFView/Open