is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9800

Titill: 
  • Kvenmenn við stjórnvölinn : er kynjakvóti framfaraskref í jafnréttisbaráttu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kynjakvóti var mikið í umræðunni á fyrstu mánuðum ársins 2010 og sitt sýnist hverjum um ágæti hans. Alþingi samþykkti í byrjun mars lagaákvæði er fyrirskipar að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall hvors kyns í stjórninni vera að minnsta kosti 40% í lok ársins 2013. Í upphafi þessarar ritgerðar verður almenn umfjöllun um kynjakvóta og kvenréttindabaráttu. Einnig verður sagt frá lögum um jafnrétti karla og kvenna. Því næst verður sjónum beint að kenningum um eðli kynjanna, nánar tiltekið að eðlishyggju og félagslegri mótunarhyggju, auk þess sem fjallað verður um staðalímyndir. Í síðari hluta ritgerðarinnar verða helstu rök með og gegn kynjakvóta rakin og fjallað sérstaklega um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og í stjórnmálum. Niðurstöður þessarar ritgerðar voru á þá leið að kynjakvóti mun vissulega hafa jákvæð áhrif á jafnréttisbaráttuna þar eð hann mun stuðla að því að launabilið minnki eða máist út. Eins getur hann orðið liður í því að eyða staðalímyndinni um hinn karlkyns stjórnanda. Hins vegar getur hann einnig haft neikvæð áhrif á ímynd og stöðu kvenna og gert að verkum að konur muni ekki hafa virðingu og völd á við karlmenn; sem sagt styrkt þau hugsanatengsl að konur komist ekki áfram á eigin verðleikum. Tíminn mun leiða það í ljós og vonandi verða hin jákvæðu áhrif meiri en hin neikvæðu.

Samþykkt: 
  • 2.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9800


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Kolbrun_Valgeirs.pdf465.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna