is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9801

Titill: 
  • Áhrif kvenna til friðar : skoðað með tilliti til ályktunar 1325 og friðarhreyfingar kvenna í Líberíu
  • Titill er á ensku Women‘s efforts for peace : Resolution 1325 and women‘s mass action for peace in Liberia.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um friðarhreyfingu kvenna í Líberíu í samhengi við ályktun
    öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna númer 1325 (2000). Nánar tiltekið hvort konur geti haft
    áhrif til friðar. Fyrst er farið í hlutverk kvenna í stríðum, allt frá sögulegum bakgrunni yfir í
    femíniskar kenningar, mótunarhyggju, eðlishyggju og að lokum sálfræðilegar ástæður að baki
    því hvers vegna hermenn beita kynferðislegu ofbeldi. Rakin er saga ályktunar 1325, ályktanna
    sem komu í kjölfarið og viðbrögð alþjóðasamfélagsins við upphaflegu ályktuninni. Sögu
    Líberíu og aðdraganda stríðsins er svo lýst áður en farið er í friðarhreyfingu kvenna. Eftirmál
    stríðsins fá einnig umfjöllun. Í lok þess kafla er farið í ályktun 1325 og hvaða áhrif hún hefur
    haft í Líberíu. Síðasti kaflinn snýr að tíu ára afmæli ályktunarinnar, hvaða árangri er búið að
    ná og hvaða annmarkar hafa komið í ljós á þessum tíu árum.
    Niðurstaðan sem höfundur kemst að er að konur geta vissulega haft áhrif til friðar eins og
    konurnar í friðarhreyfingu Líberíu hafa sýnt. Allt sem þær þurfa er trú á sjálfa sig og
    baráttuvilji til að ná fram kröfum sínum um frið.

Samþykkt: 
  • 2.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9801


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif kvenna til friðar_Inga_Rós_Gunnarsdóttir B.A Ritgerð.pdf4.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna