is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9806

Titill: 
  • Endurskoðun reglna um forsjá barna : eru niðurstöður forsjármála fyrir dómstólum fyrirsjáanlegar miðað við kerfið eins og það er í dag : ætti að veita dómara heimild til að dæma áframhaldandi sameiginlega forsjá?
  • Titill er á ensku Laws of joint custody of children
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um endurskoðun reglna um forsjá barna. Fjallað verður um frumvarp til laga um breytingar á barnalögum og hvort veita eigi dómurum á Íslandi heimild til að dæma áframhaldandi sameiginlega forsjá.
    Sameiginleg forsjá var lögfest sem meginregla með breytingu á barnalögum árið 2006. Í ritgerðinni verður gerð grein fyrir því hvað felst í sameiginlegri forsjá, inntaki hennar og réttaráhrifum þess að fara sameiginlega með forsjá barns. Fjallað verður um hvernig núgildandi löggjöf heldur utan um sameiginlega forsjá og skoðað hvort og hvernig þyrfti að breyta núgildandi löggjöf í takt við nútíma aðstæður. Einnig verður fjallað um þau úrræði sem eru fyrir hendi þegar upp kemur ágreiningur á milli foreldra sem fara sameiginlega með forsjá. Þá verður skoðað hvort niðurstöður í forsjármálum geti verið of fyrirsjáanlegar miðað við kerfið eins og það er í dag. Samkvæmt íslenskum rétti hafa dómstólar ekki heimild til að dæma áframhaldandi sameiginlega forsjá vilji forsjáraðili eða báðir forsjáraðilar slíta henni. Skoðað verður hvaða sjónarmið ráða þá úrslitum þegar báðir foreldrar eru jafn hæfir forsjáraðilar en dómari hefur aðeins heimild til að dæma öðru foreldrinu óskipta forsjá.

Samþykkt: 
  • 2.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9806


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð+ lokaskil+Brynja Baldursdottir.pdf723.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna