is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9808

Titill: 
  • Áhrif skattalagabreytinga á arðsúthlutun og söluhagnað hlutafélaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að kanna áhrif þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum nr. 90/2003 (tekjuskattslögunum) með lögum nr. 38/2008 og lögum nr. 128/2009. Meðal þeirra breytinga sem gerðar voru og verða fyrst og fremst til umfjöllunar í verkefninu varða arðgreiðslur og söluhagnað fyrirtækja. Skattlagningu slíkra tekna var breytt með umræddum lögum bæði hjá lögaðilum og einstaklingum. Rannsókn þessi beinist fyrst og fremst að þeim áhrifum sem þessar breytingar kunna að valda. Megin heimildir rannsóknarinnar eru gögn frá Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra og sérfræðingum í skattamálum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að skattbyrði félaga hefur aukist til muna eftir að lagabreytingarnar tóku gildi. Mikil aukning hefur orðið á stofnun samlagsfélaga á kostnað hlutafélaga og einkahlutafélaga en það skýrist fyrst og fremst af hagstæðari skattlagningu fyrrnefnda félagaformsins. Þá er líklegt að hegðunarmynstur fyrirtækja sem hafa þann tilgang að fjárfesta í hlutafélögum mun að líkindum breytast vegna þess óhagræðis sem felst í því að fjárfesta í minni eignarhlutum en 10%.

Samþykkt: 
  • 3.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9808


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ahrif_skattalagabreytinga.pdf570.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna