is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9809

Titill: 
  • Áhrif vöruumfjöllunar á bloggsíðum á vörusölu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bloggsíður eru í auknum mæli notaðar til að fjalla um og kynna vörur og þjónustu fyrirtækja og eru orðnar að ómissandi þætti í útbreiðslu umtals og mótun orðspors fyrirtækja. Erlendar rannsóknir sýna að um níu af hverjum tíu þeirra fyrirtækja sem nota bloggsíður í markaðssetningu, telja þær skila árangri. Þá telja rúmlega 40% neytenda auknar líkur á að þeir kaupi vörur eða þjónustu út frá upplýsingum á bloggsíðum. Í rannsókninni var kannað hvort vöruumfjöllun á bloggsíðum hefði áhrif á vörusölu á íslenskum markaði.
    Framkvæmd var blind rannsókn (e. blind study) og þrjár sjálfstæðar bloggfærslur birtar á íslenskri bloggsíðu. Færslurnar samanstóðu af umfjöllunum um þrjár mismunandi snyrtivörur auk kennslumyndbanda um notkun hverrar vöru fyrir sig og mynda af umbúðum varanna. Þátttakendur í rannsókninni, lesendur bloggfærslnanna, voru alls 12.777. Sölutölur varanna þriggja voru rannsakaðar fyrir einn mánuð í kjölfar umfjöllunar á síðunni og bornar saman við sölutölur fyrir umfjöllun. Niðurstöður sýndu vegið meðaltal söluaukningar um 166%. Rúmlega 84% aukning varð á tímabilinu í sölu á vöru eitt, rúmlega 383% aukning á vöru tvö og tæplega 14% aukning á vöru þrjú. Samkvæmt rannsókninni er því ljóst að vöruumfjallanir á bloggsíðum hafa áhrif á neytendur og kaupákvörðun þeirra.

Samþykkt: 
  • 3.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9809


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif_vöruumfjöllunar_á_bloggsíðum_á_vörusölu.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna