en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Viðskiptadeild > BSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9817

Title: 
 • Title is in Icelandic Breytingar á birgðahaldi fyrirtækja eftir efnahagshrun
Submitted: 
 • May 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Lokaverkefni þetta er rannsókn á birgðastjórnun fyrirtækja á íslenskum markaði. Markmið verkefnisins var að skoða hvort að breytingar hafi átt sér stað eftir efnahagshrun 2008.
  Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og lagðar voru fram tíu spurningar sem fóru fram með viðtölum. Í úrtakinu voru fjögur fyrirtæki, tvö á matvælamarkaði og tvö á bygginga- og húsgagnamarkaði. Notast var við matsúrtak þar sem val á úrtaki úr þýðinu var í höndum skýrsluhöfunda.
  Valdir voru fjórir lykilþættir úr rannsókninni til þess að bera fyrirtækin saman. Þessir þættir voru endurskipulagning á birgðahaldi, vöruúrval innan vöruflokka, vantanir og veltuhraði birgða. Einnig var skoðuð þróun á birgðaverðmæti og vörusölu frá árunum 2006 til 2009.
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós að fyrirtækin á matvælamarkaði hafa orðið fyrir minni áhrifum í kjölfar efnahagshrunsins heldur en fyrirtækin á bygginga- og húsgagnamarkaði. Þau hafa náð að halda jafnvægi í vörusölu og jafnvel aukið hana ásamt því að ná hærri veltuhraða birgða. Endurskipulagningar áttu sér stað hjá öllum fyrirtækjunum í úrtakinu en þær voru meðal annars fækkun starfsmanna, minnkun vöruúrvals og fækkun á vöruhúsum.

Description: 
 • Description is in Icelandic Viðskiptafræði
Accepted: 
 • Aug 3, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9817


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B_Sc_Margrét_og_Ragnhildur_17.maí._LOKA.pdf653.12 kBLockedHeildartextiPDF