is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9822

Titill: 
 • Hver er arðsemi fasteignafjárfestinga á höfuðborgarsvæðinu árið 2011?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um fasteigna og leigumarkaðinn frá ýmsum sjónarhornum. Þróun markaðar undanfarin ár er tekin til umfjöllunar og staða markaðarins í dag er metin, bæði með tilliti til tölulegra gagna og annarri heimildaöflun. Einnig er reynt að geta sér til hvað muni gerast á markaðnum á næstu árum.
  Megintilgangur ritgerðarinnar er að meta hver sé arðsemi fasteignafjárfestinga á höfuðborgar-svæðinu árið 2011. Helstu niðurstöður þar að lútandi eru að raunarðsemin er á bilinu 1,19% – 6,93% að teknu tilliti til allra þeirra kostnaðar og tekjuþátta sem tengjast hverri eign. Hæsta arðsemin er af atvinnuhúsnæði í póstnúmeri 104 og lakasta arðsemin er af sex íbúða fjölbýlis-húsi í póstnúmeri 201.
  Fasteignafjárfestingar með tilliti til áhættu eru að koma vel út í sögulegu ljósi í Bandaríkjunum. Á Íslandi hafa fasteignir náð að halda markaðsvirði sínu ágætlega miðað við aðra eignaflokka. Þetta sést vel þegar markaðsvirði eignaflokka er skoðuð fyrir og eftir efnahagskreppuna sem skall á í lok árs 2008 á Íslandi.
  Raunvextir hæstu innlána hjá Landsbankanum eru 0,35% og raunvextir skuldabréfaflokksins HFF24 er 0,97%. Arðsemi fasteigna er góð í samanburði við þessa eignaflokka árið 2011.
  Niðurstaða höfunda er sú að fjárfestingar í fasteignum ættu að vera hluti af vel dreifðu eignasafni og sé góður fjárfestingarkostur fyrir fjármagnseigendur á Íslandi árið 2011.

Samþykkt: 
 • 3.8.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver-er-ardsemi-fasteignafjarfestinga-a-hofudborgarsvaedinu-arid-2011-FINAL.pdf2.98 MBLokaður til...01.01.2137HeildartextiPDF
Forsida_BSc-ritgerdar-FBB-GU.pdf115.95 kBLokaður til...01.01.2137ForsíðaPDF