Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/9823
Fákeppni á markaði íslensks millilandaflugs; orsakir og afleiðingar
Í rannsóknarskýrslu þessari eru skoðaðar orsakir og afleiðingar þess að íslenskur flugmarkaður berst við fákeppnismyndun og hvernig hún kemur fram í verði á millilandaflugi Icelandair og Iceland Express. Verðsamanburður milli flugfélaganna var framkvæmdur, á öllum þeim mörkuðum sem þeir fljúga til, á fjórum tímum ársins. Markaðsstyrkur, Lerner vísitala, og markaðssamþjöppun, HHI stuðull, voru fundin fyrir bæði flugfélögin á öllum mörkuðum og skoðað sambandið þar á milli.
Töldu höfundar að á einokunarmörkuðum væri verð lægra heldur en á samkeppnismörkuðum. Einnig töldu höfundar að verð væri hærra á þeim mörkuðum sem markaðsstyrkur og markaðssamþjöppun er mikil. Helstu niðurstöður sýndu að báðar stærðir eru mjög háar á öllum mörkuðum þó ekki sé hægt að sjá mikla fylgni þeirra á milli. Á nokkrum mörkuðum mátti sjá hátt verð þegar árstíðabundin einokun var en lækkun þess þegar samkeppni kom á.
| Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
|---|---|---|---|---|---|
| gestur_og_petur_skjal[1].pdf | 1,72 MB | Open | Complete Text | View/Open |