Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9826
Ritgerðinni sem hér fer á eftir var ætlað að svara rannsóknarspurningunni „Er vöntun á persónulegri, klæðskerasaumaðri afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu þar sem íslenski hesturinn er í öndvegi”
Spurningin er lykilatriði í þeirri markaðsgreiningu og áætlun sem var gerð vegna fyrirhugaðs rekstrar Hestafrelsis ehf., á sviði sérhæfðrar ferðaþjónustu og afþreyingar fyrir erlenda ferðamenn og Íslendinga.
Samkvæmt könnun sem gerð var, af höfundum, meðal ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu taldi meirihluti þeirra þörf á sérhæfðu fyrirtæki á sviði hestatengdrar afþreyingar á svæðinu. Allir bjóða þeir afþreyingu þar sem hesturinn kemur við sögu en gera henni mishátt undir höfði. Aðallega seldu þeir stuttar ferðir, er vöruðu á bilinu eina til þrjár klukkustundir. Í könnunni kom í ljós að menn töldu þörf eða vöntun á sérhæfðari afþreyingu þar sem meiri þjónustugæði væru fyrir hendi og bætt við fleiri þáttum eins og sagnalist, fræðslu og kennslu.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum frá World Tourism Organization, UNWTO og Ferðamálastofu eru yfirgnæfandi líkur á mikilli aukningu ferðamanna til Íslands á næstu árum. Því er spáð að ferðamannafjöldin tvöfaldist, úr 500 þúsund árið 2010 í um milljón, á næstu 10 til 15 árum. Það er í takt við aukningu undanfarinna áratuga. Einnig er áberandi aukning ferðamanna utan háannatíma. Vetrarferðir verða sífellt vinsælli. Það er því ljóst að tækifæri eru fyrir nýungar á þessum markaði og aukna þjónustu á þeim þáttum sem fyrir eru.
Rekstrar- og fjárhagsáætlun sýnir að reksturinn verður erfiður á árinu 2011. Árið 2012 verði í járnum en árið 2013 verði hagnaður orðinn ásættanlegur.
Hestafrelsi ehf. hefur alla möguleika til að aðgreina sig á þessum markaði og verða öflugt þjónustufyrirtæki er sinnir viðskiptavinum sem vilja einstaka upplifun þegar íslenski hesturinn á í hlut. Hugarfarið er til staðar, hugmyndafræðin er á hreinu, þekking og reynsla er fyrir hendi, þolinmótt fjármagn er til reiðu og síðast en ekki síst bendir allt til þess að eftirspurn sé fyrir hendi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kóngur um stund. B.Sc. ritgerð. BB og KDG.pdf | 1.84 MB | Lokaður | Heildartexti |