is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9827

Titill: 
 • Framganga kvenna í stjórnunarstöður
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi rannsókn miðar að því að skoða hvaða þættir í nærumhverfi kvenna sem starfa innan bankakerfisins hafa áhrif á hvort þær sækist eftir stjórnendastöðum innan bankanna. Alls svöruðu 257 kvenkyns starfsmenn og yfirmenn þriggja banka 12 spurningum er lutu að löngun kvenna í stjórnunarstöður og mögulegar hindranir sem á vegi þeirra væru. Rannsakað var hvort fjöldi barna, menntun og starfsaldur hafi áhrif á framgöngu þeirra við að komast í stjórnendastöður og hvort samskipti við yfirmenn, stuðningur þeirra og hvatning hafi áhrif á þá löngun.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að með hækkandi aldri kvenna minnkar löngun þeirra í aukna stjórnunarlega ábyrgð. Þær konur sem eru búnar með grunnnám og/eða framhaldssnám í háskóla hafa meiri löngun í aukna stjórnunarlega ábyrgð en þær sem eru með stúdentspróf eða minni menntun. Einnig kom fram að með aukinni menntun eykst áhugi kvenna til að sækja um lausar stjórnendastöður. Færni, áhugi og sjálfstraust hafa hamlandi áhrif á löngun kvenna til að taka að sér aukna stjórnunarlega ábyrgð eftir því sem starfsaldur hækkar. Samskipti við yfirmenn höfðu áhrif á löngun kvenna til að sækja um lausar stjórnendastöður en stuðningur og hvatning yfirmanna hafði ekki eins mikil áhrif.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to establish what factors in the immediate environment of women employees in the banking system determined whether they sought managerial positions in the banks. Altogether, 257 female employees and managers in three banks answered 12 questions regarding their desire to occupy managerial positions and possible obstacles they faced. Numbers of children, educational qualifications and length of professional experience were examined as possible factors in determining whether women were promoted to managerial positions, and an examination was made of whether their relations with their superiors, support and encouragement influenced their desire for promotion.
  The main findings of the study are that with increasing age, women became less interested in taking on additional managerial responsibility. Those who had completed a first or higher university degree were more interested in greater managerial responsibility than those with only senior school (matriculation) or less formal education. It was also found that those with greater educational qualifications were more interested in applying for managerial vacancies. Lack of skills and self-confidence was reflected in increasing reluctance on the part of women to take on greater managerial responsibility as they became older. Relations with their superiors influenced women’s desire to apply for managerial vacancies; support and encouragement from superiors were not such significant factors.

Samþykkt: 
 • 3.8.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9827


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Framganga kvenna í stjórnendastöður.pdf816.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna