is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9828

Titill: 
  • „Að slökkva elda“ - Um áfallastjórnun og líðan bankastarfsmanna í efnahagshruninu 2008
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um áfallastjórnun þar sem skoðað er sérstaklega hvernig þeirri stjórnun var háttað hjá bankastofnunum fyrir og eftir efnahagshrunið. Gerð er fræðileg grein fyrir helstu einkennum og fyrirboðum áfalla og hvernig fræðimenn hafa útskýrt þau. Markmið verkefnisins var að kanna hvort áfallaáætlanir voru til staðar í bankaumhverfinu og hvort þær voru nýttar sem skyldi þegar efnahagshrunið skall á í október 2008, með sérstakri áherslu á kanna hvernig starfsmenn innan bankans upplifðu efnahagshrunið. Það var gert með því að leggja spurningalistakönnun fyrir framlínustarfsmenn í einum banka og einnig voru tekin viðtöl við starfsmenn sem störfuðu í mannauðsdeildum tveggja banka á haustdögum 2008. Einnig er reynt að varpa ljósi á það hvort áfallaætlanir geti nýst bankaumhverfinu til að bæta upplýsingaflæði og stjórnun innan bankans þegar áfall líkt og bankahrunið dynur yfir.
    Helstu niðurstöður eru þær að ekki voru til áfallaáætlanir til að bregðast við áfalli í líkingu við bankahrunið. En niðurstöður benda einnig til þess að þrátt fyrir vanlíðan og óöryggi reyndu flestir málsaðilar að bregðast við áfallinu með öllum tiltækum ráðum og búa til áfallaáætlanir samhliða atburðarrásinni í kjölfar bankahrunsins. Einnig sýna niðurstöður að samheldni og einhugur hafi ríkt hjá framlínustarfsmönnum bankanna í þeirri miklu óvissu sem ríkti á vinnustöðum þeirra. Einnig má sjá í niðurstöðunum ákveðnar vísbendingar þess efnis að bankaumhverfið sé enn á batastigi og að ennþá sé hluti starfsmanna að vinna úr áfallinu sem þeir urðu fyrir.

Samþykkt: 
  • 3.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9828


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
afallastjornun_lidan_bankastarfsmanna_HelgaDagnyJonasdottir.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna