is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9837

Titill: 
  • Skyldur og refsiábyrð stjórnarmanna í hlutafélögum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hlutafélagalög nr. 2/1995 kveða á um margvíslegar skyldur stjórnarmanna varðandi setu þeirra í stjórn félaga. Meginmarkmið þessarar ritgerðar var að fjalla um þessar lagaskyldur stjórnarmanna með sérstaka áherslu á þá refsiábyrgð sem stjórnarmenn þurfa að axla séu þær lagaskyldur ekki uppfylltar. Refsiákvæði hlutafélagalaga tiltaka nokkuð ítarlega hvaða skyldur er refsivert að vanrækja. Því til viðbótar eru skoðuð refsiákvæði ýmissa laga sem stjórnarmenn í hlutafélögum þurfa að þekkja og vita að refsivert er að vanrækja í rekstrinum. Til dæmis má sjá af dómum að brot á lögum um virðisaukaskatt eru oft á tíðum álitin brot á eftirlitsskyldu stjórnarmanna skv. 68. gr. hfl. auk þess sem stórfelld brot teljast einnig brot gegn almennum hegningarlögum. Breytingar laga er tengjast félagarekstri undanfarin þrjú ár bera þess merki að vilji löggjafans stendur til þess að hafa lagaumhverfi þannig háttað að það stuðli að eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum. Dómaframkvæmd sýnir einnig að stjórnarmenn geta ekki gripið til afsakana til að losna undan refsiábyrgð. Stjórnarmenn eru refsiábyrgir vegna brota í starfsemi lögaðilans vegna stöðu sinnar sem stjórnarmenn alveg óháð því hvernig stjórnarseta þeirra er tilkomin.

Samþykkt: 
  • 3.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLritgerðÁsaKr Óskarsdóttir.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna