is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9839

Titill: 
 • Réttarstaða ráðherra sem sakborninga fyrir Landsdómi í ljósi stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að athuga hvort réttarstaða sakbornings samkvæmt lögum um Landsdóm nr. 3/1963 og lögum nr. 4/1963 um ráðherraábyrgð standist þær lágmarkskröfur sem er að finna í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og Mannréttindasáttmála
  Evrópu. Við vinnslu ritgerðarinnar var helst litið til 69. gr. og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og 6. og 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, auk fræðilegra heimilda og
  fordæma. Þar sem Landsdómur er að koma saman í fyrsta sinn hér á landi var litið til Danmerkur til að finna fordæmi og svokallað Tamílamál sérstaklega reifað. Kom það mál til
  kasta Mannréttindadómstóls Evrópu og við vinnslu ritgerðarinnar var m.a. horft til þeirrar úrlausnar. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að réttarstaða sakbornings samkvæmt
  lögum um Landsdóm sé varin miðað við þær lágmarkskröfur sem gerðar eru í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Aftur á móti, er réttarstaða sakbornings samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð ekki tryggð að fullu þar sem refsiheimild 10. gr. laga nr.4/1963 um ráðherraábyrgð er of almenns eðlis og óskýr

Samþykkt: 
 • 3.8.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
188153_ritgerð.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna