is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9845

Titill: 
  • Með byr undir báða vængi. Upplifun kvenna sem lokið hafa starfsendurhæfingu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á stöðu og reynslu nokkurra kvenna sem féllu út af vinnumarkaði vegna heilsubrests, hafa lokið starfsendurhæfingu og eru að feta sig í nám eða inn á vinnumarkaðinn. Starfsferill þeirra var skoðaður út frá kenningu Mark Savickas um starfsferil og viðbrögð þeirra við breytingum var skoðaður út frá hugtaki hans um starfsaðlögun og starfshæfni. Eigindlegar rannsóknaraðferðir voru notaðar við þessa rannsókn en þær beinast að því að öðlast heildstæða mynd af lífi og aðstæðum fólks. Rannsóknargagna var aflað með þátttökuathugun og viðtölum til að öðlast skilning og innsýn í reynslu öryrkja í samfélagi þar sem atvinnuþátttaka er mikil. Tekin voru viðtöl við sex konur á aldrinum 23-50 ára ásamt þriggja klukkustunda þátttökuathugun. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að starfsferill kvenna sem féll út af vinnumarkaði og fóru í starfsendurhæfingu hafi verið tilviljanakenndur og óskipulagður. Starfsferill þeirra einkenndist af löngum vinnudegi og líkamlega erfiðum störfum. Þetta varð til þess að þær féllu út af vinnumarkaði vegna heilsubrests og ef ekki hefði komið til starfsendurhæfingar á vegum BYR, hefðu þær að öllum líkindum ekki orðið vinnufærar á ný og hefðu líklega farið á örorku til frambúðar. Niðurstöður sýna hversu mikilvægt er að byggja upp öfluga starfsendurhæfingu með aðkomu náms- og starfsráðgjafa.

Samþykkt: 
  • 8.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Með byr undir báða vængi-lokaútgáfa.pdf382.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna